Skip to main content

Ráðstefna um nýsköpun í heilbrigðisvísindum

Ráðstefna um nýsköpun í heilbrigðisvísindum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. nóvember 2017 13:00 til 16:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ráðstefna Heilbrigðisvísindasviðs um nýsköpun sem fram fer í Veröld – húsi Vigdísar föstudaginn 17. nóvember milli kl. 13-16.15. Ráðstefnan er opin öllum, innan skólans og utan.

Á dagskrá ráðstefnunnar verða málstofur, veggspjalda- og vörukynningar og spennandi fyrirlestrar sem snerta hin ólíku svið heilbrigðisvísinda.

Nýsköpunarverkefnin sem fjallað verður um hafa orðið til bæði innan og utan Háskólans en meðal þeirra sem fjallað verður um er rafræn einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf fyrir barnshafandi konur, fræðsluleikur fyrir börn sem gangast undir svæfingu, átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum, tæknileg íhlutun fyrir sjúklinga með heilablóðfall og líkan fyrir lyfjalosun úr augnlinsum.

Ekkert þátttökugjald er á ráðstefnuna en skráning er skilyrði fyrir þátttöku.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á Ráðstefnuvef Heilbrigðisvísindasviðs.