Skip to main content

Nýnemadagar

Nýnemadagar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. september 2019 10:00 til 14:00
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Öll velkomin

Nýnemadagar verða haldnir dagana 2. - 6. september. Boðið verður upp á glæsilega dagskrá þar sem skemmtun, fróðleikur og fjör ræður ríkjum.

Mánudaginn 2. september á milli klukkan 11:30 og 13:00 kynnir Háskóli Íslands ýmsa þjónustu sem nemendum stendur til boða á Háskólatorgi.  Nemendur geta til að mynda hitt starfsfólk frá Náms- og starfsráðgjöf, Skrifstofu alþjóðasamskipaNemendaskráTungumálamiðstöðLandsbókasafni og sérfræðing í Smáuglunni – appi Háskóla Íslands. Á staðnum verða líka fulltrúar frá StúdentaráðiHáskólahlaupinuSjálfbærni- og umhverfismálumHáskólakórnum og Háskóladansinum. Þarna má einnig ná tali af Jafnréttisfulltrúum og tengdum aðilum.  

Stúdentaráð býður nýnemum í gönguferð um Háskólasvæðið kl. 12.30. Lagt af stað frá upplýsingaborði fyrir nýnema á Háskólatorgi.

Upplýsingaborð fyrir nýnema verður opið á Háskólatorgi alla vikuna frá kl. 10 - 14. Þar má fá svör við hinum ýmsu spurningum er varða námið, skólann, staðsetningar, félagslífið, þjónustu og margt fleira.

Nýnemar geta einnig tekið þátt í spurningaleik fyrir nýnema í Uglunni þar sem glæsilegir vinningar verða í boði. 

Bendum nýnemum á Nýnemavefinn sem er stútfullur af ítarlegum upplýsingum um háskólasamfélagið, fyrstu skrefin í HÍ og þjónustu, einnig leiðbeiningar fyrir nýnema, fróðleikur og margt fleira.

Í tengslum við Nýnemadaga er efnt til spurningarleiks á Uglunni en hægt er að taka þátt í honum fram til kl. 13 föstudaginn 6. september og dregið úr réttum svörum kl. 14 þann dag. Glæsilegir vinningar í boði: 

  • Tvöþúsundkróna gjafabréf í Stúdentakjallarann (tveir vinningar í boði FS).
  • 100 eininga prentkvóta (þrír vinningar í boði UTS).
  • Fjölnota bolli í boði verkefnastjóra sjálfbærni- og umhverfismála.
  • Áhugakönnun eða námskeið að eigin vali að verðmæti 6.000-8.000 kr. í boði Náms- og starfsráðgjafar.
  • Óvæntur vinningur úr Kaupfélagi stúdenta (tveir vinningar í boði FS).
  • Margnota bókapoki í boði Landsbókasafns Íslands.
  • Grænt kaffikort og fjölnota drykkjarmál frá Hámu og Kaffistofum stúdenta (fjórir vinningar í boði FS).
  • Háskólapeysur (þrjár peysur í boði Markaðs- og samskiptasviðs).

Myndband frá nýnemadögum 2018. 

Samfélagsmiðlar

Endilega fylgist með Instagram Háskóla Íslands.

Einnig má fylgjast með Háskólanum á FacebookTwitter og YouTube.

Mánudaginn 2. september á milli klukkan 11:30 og 13:00 kynnir Háskóli Íslands ýmsa þjónustu sem nemendum stendur til boða.

Nýnemadagar