Háskóli Íslands

MS fyrirlestrar í næringarfræði

Hvenær hefst þessi viðburður: 
30. maí 2017 - 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
HT-101
Háskóli Íslands

Fjórir MS nemar í klínískri næringarfræði ásamt MS nema í næringarfræði munu kynna rannsóknarverkefni sín í opnum fyrirlestri 30. maí.

Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir; Næringarástand skjólstæðinga Göngudeildar hjartabilunar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Fæða, færni og líðan.
Leiðbeinendur: Bryndís Eva Birgisdóttir og Ólöf Guðný Geirsdóttir

Tinna Óðinsdóttir; Næringarinnihald í tilbúnum barnamat og mjólkurblöndum á íslenskum markaði árið 2016.  
Leiðbeinendur: Birna Þórisdóttir og Kristjana Einarsdóttir

Thelma Rut Grímsdóttir; Hópfræðsla fyrir einstaklinga með sykursýki tegund 2 – áhrif á næringarlæsi, mataræði, líkamsmælingar og blóðgildi.
Leiðbeinendur: Bryndís Eva Birgisdóttir og Óla Kallý Magnúsdóttir

Berglind Soffía Blöndal; Forrannsókn: Næringarástand aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild - Félagshagfræðileg staða, fæðuöryggi og fæðuframboð.  
Leiðbeinendur: Alfons Ramel og Ólöf Guðný Geirsdóttir

Brynhildur M Sigurðardóttir; Réttmæti fæðutíðnispurningalista í ferilrannsókninni Heilsusaga Íslendinga með áherslu á mjólk og ávexti. Bakgrunnsþættir og endurgjöf á mataræði til þátttakenda.  
Leiðbeinendur: Bryndís Eva Birgisdóttir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is