Skip to main content

Móttaka nýnema á Menntavísindasviði

Móttaka nýnema á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. ágúst 2017 9:00 til 13:00
Hvar 

Skriða 

Stakkahlíð/Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 28. ágúst nk. verður tekið á móti nýnemum í grunnnám við Menntavísindasvið. Dagskrá hefst í fyrirlestrarsalnum Skriðu með ávörpum frá rektor og fulltrúa nemenda. Þá verður námsumsjónarkerfið Moodle og Ugla — innri vefur skólans kynnt nemendum. Að því loknu verða haldnir kynningarfundir með deildarforsetum og formönnum námsbrauta.

Mikilvægt er að nýnemar mæti og kynni sér þá fjölbreyttu þjónustu sem Menntavísindasvið hefur upp á að bjóða. Jafnframt er þetta kjörinn vettvangur til að kynnast og mynda tengsl við samnemendur.

Kennsla hefst eftir hádegi sama dag. 

Dagskrá 
Skriða 
09.00-09.05     Ávarp – Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands 
09.05-09.15     Hagnýtar upplýsingar – Ásdís Hrefna Haraldsdóttir, kennslustjóri Menntavísindasviðs
09.15-09.20     Moodle – Áslaug Björk Eggertsdóttir, verkefnisstjóri Menntasmiðju 
09.20-09.25     Bókasafn – Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri á bókasafni
09.25-09.30     Umhverfismál – Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnisstjóri Framkvæmda- og tæknisviðs 
09.30-09.40     Vert að vita – Hjörvar Gunnarsson, nemi í grunnskólakennarafræði
09.40-09.50     Hlé 
Skriða / H208 / H207 
09.50-10.20    Kynning í deildum (Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild - Skriða / Uppeldis- og menntunarfræðideild - H208 / Kennaradeild - H207) 
10.20-10.30    Hlé 
Skriða 
10.30-13.00    Samhristingur, gleði og ljúffengt snarl 

Fundarstjóri:   Hjörvar Gunnarsson, nemi í grunnskólakennarafræði

Bókalistar

Kennslubækur á Menntavísindasviði fást í bóksölu kennaranema. Bóksalan er staðsett á 1. hæð í Kletti.

Nánar um aðstöðu á Menntavísindasviði.

Frekari upplýsingar

Á nýnemavef Háskóla Íslandsvef Stúdentaráðs, og á vef Menntavísindasviðs, eru gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema um námið og skólann, þar á meðal drög að stundaskrám. Ef nýnemar hafa einhverjar spurningar um námið er hægt að hafa samband við starfsfólk á kennsluskrifstofu í síma 525 5950 eða senda tölvupóst á menntavisindasvid@hi.is.