Skip to main content

Móttaka nýnema á Menntavísindasviði

Hvenær 
28. ágúst 2017 -
9:00 til 13:00
Hvar 

Skriða 

Stakkahlíð/Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 28. ágúst nk. verður tekið á móti nýnemum í grunnnám við Menntavísindasvið. Dagskrá hefst í fyrirlestrarsalnum Skriðu með ávörpum frá rektor og fulltrúa nemenda. Að því loknu verða haldnir kynningarfundir með deildarforsetum og formönnum námsbrauta. Þá verður námsumsjónarkerfið Moodle og Ugla — innri vefur skólans kynnt nemendum. 

Mikilvægt er að nýnemar mæti og kynni sér þá fjölbreyttu þjónustu sem Menntavísindasvið hefur upp á að bjóða. Jafnframt er þetta kjörinn vettvangur til að kynnast og mynda tengsl við samnemendur.

Kennsla hefst eftir hádegi sama dag. 

Dagskrá 
Skriða 
09.00-09.05     Ávarp – Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands 
09.05-09.15     Hagnýtar upplýsingar – Ásdís Hrefna Haraldsdóttir, kennslustjóri Menntavísindasviðs
09.15-09:25     Námsumsjónarkerfið Moodle – Áslaug Björk Eggertsdóttir, verkefnisstjóri Menntasmiðju 
09.25-09.30     Umhverfismál – Þorbjörg Svana Bakke, verkefnisstjóri Framkvæmda- og tæknisviðs 
09.30-09.40     Vert að vita, kunna og skilja – Hjörvar Gunnarsson, nemi í grunnskólakennarafræði
09.40-09.50     Hlé 
Skriða / H206 / H207 
09.50-10.20    Kynning í deildum (Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild - Skriða / Uppeldis- og menntunarfræðideild - H206 / Kennaradeild - H207) 
10.20-10.30    Hlé 
Skriða 
10.30-13.00    Samhristingur, gleði og ljúffengt snarl 

Fundarstjóri:   Hjörvar Gunnarsson, nemi í grunnskólakennarafræði

Frekari upplýsingar

Á nýnemavef Háskóla Íslandsvef Stúdentaráðs, og á vef Menntavísindasviðs, eru gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema um námið og skólann, þar á meðal drög að stundaskrám. Ef nýnemar hafa einhverjar spurningar um námið er hægt að hafa samband við starfsfólk á kennsluskrifstofu í síma 525 5950 eða senda tölvupóst á menntavisindasvid@hi.is.