Skip to main content

Móttaka nýnema á Hugvísindasviði

Móttaka nýnema á Hugvísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. ágúst 2020 10:00 til 15:30
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Deildir Hugvísindasviðs Háskóla Íslands bjóða nýnemum á kynningarfundi 28. ágúst þar sem fjallað verður um skipulag innan skólans, námið og félagsstarf. Fundirnir fara fram eins og að neðan greinir en einnig verður hægt að fylgjast með fundunum í streymi.

Kennsla hefst mánudaginn 31. ágúst og fyrirkomulag hennar verður í samræmi við tilmæli stjórnvalda. Strangar takmarkanir gilda um lágmarksfjarlægð á milli nemenda í stofum, sem gerir það að verkum að flest námskeið verður ekki hægt að kenna með eðlilegum hætti. Kennslan við Háskólann á haustmisseri verður því blanda af rafrænni kennslu og staðkennslu, en kennarar munu tilkynna nemendum hvernig þeir hyggjast haga kennslu sinni við upphaf misseris.

Sama dag hefjast nýnemadagar Háskóla Íslands en þar verður boðið upp á gönguferðir um háskólasvæðið og kynningar á þjónustu.

Á nýnemavef Háskóla Íslands, vef Stúdentaráðs og á vef Hugvísindasviðs eru gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema um námið og skólann, þar á meðal stundaskrár. Eins er hægt að fá innsýn í starfið á  facebooksíðum skólans og sviðsins og á Instagram síðum sviðs og skóla.

Ef einhverjar spurningar vakna um námið er hægt að hafa samband við starfsfólk í netspjalli hér á hi.is, á skrifstofu í síma 5254400, senda okkur tölvupóst á netfangið hug@hi.is eða koma við á skrifstofu sviðsins í Aðalbyggingu (3. hæð); hún er opin kl. 10-12 og 13-15 virka daga.