Skip to main content

Móttaka nýnema á Hugvísindasviði

Móttaka nýnema á Hugvísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. ágúst 2019 13:00 til 16:00
Hvar 

Háskólatorg

Kennslustofa HT-102

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hugvísindasvið Háskóla Íslands býður nýnemum á kynningarfund í stofu 102 á Háskólatorgi föstudaginn 30. ágúst kl. 13:00.

Dagskrá fundarins:

  • Ávarp Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands.
  • Kynning á Hugvísindasviði. Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs.
  • Kynning á Uglu – innri vef HÍ.
  • Kynning á félagsstarfi nemenda.

Að fundinum loknum verða kynningarfundir í deildum og hefjast þeir kl. 14:00. Þar verður greint frá námstilhögun og veittar nánari upplýsingar um nám og félagsstarf í viðkomandi deildum:

  • Guðfræði- og trúarbragðafræðideild í Aðalbyggingu, stofu 229.
  • Íslensku- og menningardeild í Árnagarði, stofu 201.
  • Mála- og menningardeild í Veröld - húsi Vigdísar á heimasvæði tungumála.
  • Sagnfræði- og heimspekideild á Háskólatorgi, stofu 102. (Ath. að fundurinn hefur verið færður úr stofu 103)

Kennsla hefst mánudaginn 2. september. Sama dag hefjast nýnemadagar Háskóla Íslands en þar verður boðið upp á gönguferðir um háskólasvæðið, kynningar á þjónustu og skemmtidagskrá.

Á nýnemavef Háskóla Íslands, vef Stúdentaráðs og á vef Hugvísindasviðs eru gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema um námið og skólann, þar á meðal stundaskrár. Eins er hægt að fá innsýn í starfið á  facebooksíðum skólans og sviðsins og á Instagram síðum sviðs og skóla.

Ef einhverjar spurningar vakna um námið er hægt að hafa samband við starfsfólk á skrifstofu í síma 525 4400, senda okkur tölvupóst á netfangið hug@hi.is eða koma við á skrifstofu sviðsins í Aðalbyggingu (3. hæð); hún er opin kl. 10-12 og 13-15 virka daga.