Skip to main content

Með fróðleik í fararnesti - Sveppasöfnun í Heiðmörk

Hvenær 
26. ágúst 2017 11:00 til 13:00
Hvar 

Annað

Mæting á einkabílum á bílastæði við Rauðhóla

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Háskóli Íslands og Ferðafélag barnanna standa fyrir sveppagöngu í Heiðmörk laugardaginn 26. ágúst kl. 11. Hist verður á svokölluðu borgarstjóraplani í Heiðmörk kl. 11 á laugardag, en planið er í 3,7 km fjarlægð frá Rauðhólum þegar Heiðmerkurvegur er ekinn. Áætlað er að ferðin taki á bilinu tvær til þrjár klukkustundir.

Sveppaleitin hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár enda eru sveppir sælgæti. Það er hins vegar betra að þekkja þá góðu frá þeim vondu og eitruðu! Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði og fleiri sveppasérfræðingar frá Háskóla Íslands, kenna okkur að þekkja matsveppi og aðferðir við að geyma þá og matreiða í fjörugri sveppagönguferð um Heiðmörkina. Gangan tekur um tvær klukkustundir. 

Gangan er hluti af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í þessum áhugaverðu gönguferðum. Markmiðið með þeim er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.

Næstu ferðir:
Laugardaginn 9. september kl. 11 - Holdsveiki og Hallgerður langbrók
Laugardaginn 23. september kl. 11 - Margt býr í Öskjuhlíðinni
Laugardaginn 7. október kl. 13.30 - Fjöruferð í Gróttu