Skip to main content

Með fróðleik í fararnesti - Sveppasöfnun í Heiðmörk

Hvenær 
26. ágúst 2017 -
11:00 til 13:00
Hvar 

Annað

Mæting á einkabílum á bílastæði við Rauðhóla

Nánar 
Aðgangur ókeypis

""Háskóli Íslands og Ferðafélag barnanna standa fyrir sveppagöngu í Heiðmörk laugardaginn 26. ágúst kl. 11. Mæting á einkabílum á bílastæði við Rauðhóla þaðan sem ekið verður í halarófu lengra inn í Heiðmörk.

Sveppaleitin hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár enda eru sveppir sælgæti. Það er hins vegar betra að þekkja þá góðu frá þeim vondu og eitruðu! Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði og fleiri sveppasérfræðingar frá Háskóla Íslands, kenna okkur að þekkja matsveppi og aðferðir við að geyma þá og matreiða í fjörugri sveppagönguferð um Heiðmörkina. Gangan tekur um tvær klukkustundir. 

Gangan er hluti af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í þessum áhugaverðu gönguferðum. Markmiðið með þeim er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.

Næstu ferðir:
Laugardaginn 9. september kl. 11 - Holdsveiki og Hallgerður langbrók
Laugardaginn 23. september kl. 11 - Margt býr í Öskjuhlíðinni
Laugardaginn 7. október kl. 13.30 - Fjöruferð í Gróttu