Skip to main content

Með fróðleik í fararnesti - Holdsveiki og Hallgerður langbrók

Hvenær 
9. september 2017 -
11:00 til 13:00
Hvar 

Annað

Brottför frá bílastæðinu við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi.

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Það eru ekki margir sem vita að ein frægasta og umdeildasta kona Íslandssögunnar, Hallgerður Langbrók, bjó í Laugarnesinu í miðri Reykjavík. Hver var þessi kona, var hún eins og af er látið og er virkilega hægt að búa til bogastreng úr mannshári? Laugarnesið geymir líka sögu þeirra Íslendinga sem voru með hinn hryllilega sjúkdóm holdsveiki, þar sem útlimir gátu hreinlega dottið af fólki. Sérfræðingar í hugvísindum frá Háskóla Íslands fylgja okkur um Laugarnesið og segja þessar sögur og fleiri í göngu laugardaginn 9. september kl. 11. Brottför frá bílastæðinu við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi.

Þetta er ferð fyrir alla áhugakrakka um skemmtilegar sögulegar staðreyndir. Áætlað er að ferðin taki um tvær klukkustundir. 

Gangan er hluti af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í þessum áhugaverðu gönguferðum. Markmiðið með þeim er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.

Næstu ferðir:
Laugardaginn 23. september kl. 11 - Margt býr í Öskjuhlíðinni
Laugardaginn 7. október kl. 13.30 - Fjöruferð í Gróttu