Skip to main content

Með fróðleik í fararnesti - Fuglarnir fljúga heim

Hvenær 
22. apríl 2017 11:00 til 13:00
Hvar 

Annað

bílastæði við Grafarvogskirkju

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þegar farfuglarnir flykkjast heim er vorið komið. Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði við Háskóla Íslands, leiðir ferð um Grafarvog þar sem fuglarnir safnast saman laugardaginn 22. apríl kl. 11. Hist verður á bílastæðinu við Grafarvogskirkju og gott að koma með sjónauka og gjarnan fuglabækur. Áætlað er að ferðin taki um tvær klukkustundir. 

Gangan er hluti af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í þessum áhugaverðu gönguferðum.

Markmiðið með þeim er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.

Næstu ferðir:

Laugardaginn 29. apríl kl. 11 - Eldfjalla- og gjótukönnun í Búrfellsgjá
Þriðjudaginn 13. júní kl. 17 - Pöddulíf í Elliðaárdal
Þriðjudaginn 21. júní kl. 16 - Álfaganga um Jónsmessu
Laugardaginn 26. ágúst kl. 11 - Sveppasöfnun í Heiðmörk
Laugardaginn 9. september kl. 11 - Holdsveiki og Hallgerður langbrók
Laugardaginn 23. september kl. 11 - Margt býr í Öskjuhlíðinni
Laugardaginn 7. október kl. 13.30 - Fjöruferð í Gróttu