Háskóli Íslands

Málþing um taugamálfræði

Hvenær hefst þessi viðburður: 
19. júní 2017 - 10:00 til 15:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 101
Colin Phillips

(English below)

Hvernig vinnur heilinn úr orðum og setningum sem honum berast? Þetta er ekki spurning sem unnt er að svara einfaldlega með innsæi; þess í stað er nauðsynlegt að framkvæma tilraunir til að ákvarða hvaða merkingarlegu og setningarlegu þættir skipta máli. Lítið hefur verið fjallað um taugafræðileg vinnsluferli málfræðiupplýsinga í heilbrigðum íslenskumælandi einstaklingum þótt stórstígar framfarir hafa orðið síðustu ár á sviði kennilegra málvísinda. Verkefninu Heili og tungumál: taugamálfræði og samspil setningagerðar og merkingar í íslensku, sem fékk þriggja ára RANNÍS-styrk 2016, er ætlað að bæta úr þessum skorti með því að gera allmargar íhlutandi rannsóknir til að kanna samspil upplýsinga á sviði setningagerðar, beygingar, merkingar og hljóðfalls í íslensku.

Í tilefni af komu alþjóðlegs ráðgjafahóps verkefnisins hingað til lands verður haldið opinbert málþing til að efla skilning á taugamálfræði á Íslandi. Colin Phillips, prófessor við háskólann í Maryland, fjallar um rannsóknir á heila og tungumáli í víðara samhengi. Christina Gagné og Thomas Spalding, sem bæði eru prófessorar við Alberta-háskóla, skýra frá rannsókn á úrvinnslu upplýsinga í samsettum orðum. Loks mun innlendi rannsóknarhópurinn segja frá vinnu við greiningu á samsettum orðum í íslensku og kynna fyrstu niðurstöður úr þeim rannsóknum sem nú er unnið að.

Fyrirlestrarnir verða á ensku.

  • 10:00 Colin Phillips,  Professor of Linguistics (University of Maryland): Speaking, understanding, and grammar
  • 11:00 Christina L. Gagné, Professor of Psychology (University of Alberta) & Thomas L. Spalding, Professor of Psychology (University of Alberta): Obligatory attempts at meaning construction during the processing of English compound words and noun-noun phases.
  • 12:00-13:30 LUNCH
  • 13:30-14:15 Matthew Whelpton, Associate Professor of English Linguistics (University of Iceland): Viltu annan/ð kaffi? How the brain processes portions and sorts in Icelandic.
  • 14:15-15:00 Joe Jalbert, Postdoctoral Researcher in Neurolinguistics (University of Iceland): Cues, coercion, predictions and reanalysis in Icelandic

Public Seminar in Neurolinguistics

How does the brain process the words and sentences to which it is exposed? This is not a question that one can answer simply by intuition; instead, it is necessary to run experiments to determine which semantic and syntactic factors matter for processing. Little work has been done on the neurolinguistic processing of grammatical information in healthy speakers of Icelandic, despite considerable advances in Icelandic theoretical linguistics. The project  Brain and language: neurolinguistics and the syntax-semantics interface in Icelandic, which received a 3-year RANNÍS grant in 2016, seeks to address this deficit with a series of experimental studies probing the interplay of morphosyntactic, semantic and prosodic information in Icelandic.

In honour of the visit to Iceland of the project´s team of international advisers, we are hosting a public seminar to promote awareness of neurolinguistics in Iceland. Professor Colin Phillips will set the study of brain and language in its broader context. Professors Christina Gagné and Thomas Spalding will present a study of compound processing in English. The local team will then review some of the work that has already been done on the processing of Icelandic compounds and give first results from currently ongoing experimental work.

The lectures will be in English.

  • 10:00 Colin Phillips,  Professor of Linguistics (University of Maryland): Speaking, understanding, and grammar
  • 11:00 Christina L. Gagné, Professor of Psychology (University of Alberta) & Thomas L. Spalding, Professor of Psychology (University of Alberta): Obligatory attempts at meaning construction during the processing of English compound words and noun-noun phases.
  • 12:00-13:30 LUNCH
  • 13:30-14:15 Matthew Whelpton, Associate Professor of English Linguistics (University of Iceland): Viltu annan/ð kaffi? How the brain processes portions and sorts in Icelandic.
  • 14:15-15:00 Joe Jalbert, Postdoctoral Researcher in Neurolinguistics (University of Iceland): Cues, coercion, predictions and reanalysis in Icelandic
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is