Háskóli Íslands

Kyngervi, jafnrétti og siðferðileg óvissa í indverskum trúarheimspekihefðum og félagslegum veruleika

Hvenær hefst þessi viðburður: 
23. mars 2017 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands
Háskóli Íslands

Dr. Nina Petek heldur fimmta fyrirlestur vormisseris í fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og nefnist hann: „Kyngervi, jafnrétti og siðferðileg óvissa í indverskum trúarheimspekihefðum og félagslegum veruleika.“

Dr. Nina Petek varði doktorsritgerð sína í heimspeki árið 2016 við Heimspekideildina við Ljubljana Háskóla í Slóveníu. Rannsóknir hennar beinast að indverskri heimspeki og átrúnaði, með áherslu á siðfræði, frumspeki, þekkingarfræði, fagurfræði, guðfræðilega og epíska hefð, ásamt kynjafræðum. Frá 2013 til 2016 starfaði hún við rannsóknir við Heimspekideildina í Ljubljana Háskóla, þar sem hún starfar nú sem aðstoðarkennari í asískri heimspeki og trúarbrögðum, ásamt rannsóknum. Dr. Petek hefur birt margar vísindalegar greinar um viðfangsefni hennar. Bók hennar, The Relation between Dharma and Moksha in the Bhagavad-Gita, verður gefin út á næstunni við Háskólaútgáfuna í Ljubljana.

Í erindinu fjallar dr. Petek um kenningar um kyngervi, jafnrétti og siðferði í sagnfræðilegu og trúarheimspekilegur samhengi. Sjónum verður einnig beint að á álitamálum og óvissuþáttum varðandi kynjafræðilegar rannsóknir, uppruna trúarlegra texta og greiningu á hinum dínamíska félagslega veruleika Indlands.

Fyrirlesturinn, sem haldinn er á ensku, er öllum opinn.
Finndu viðburðinn á Facebook!
Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2017 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is