Háskóli Íslands

Kennsluaðferðir framhaldsskólakennara í 130 kennslustundum og leiðir þeirra til að gera kennsluna áhugaverða

Hvenær hefst þessi viðburður: 
4. apríl 2017 - 16:20
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
K-208
Háskóli Íslands

Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs við Háskóla Íslands boða til funda um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar, sem verða átta/níu talsins, verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Erindin eru að jafnaði um 20 mínútur og jafnlangur tími er ætlaður til umræðna. Erindin eru flutt á íslensku nema annað sé tekið fram.

Kennararnir Ingvar Sigurgeirsson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Elsa Eiríksdóttir, og Valgerður S. Bjarnadóttir, doktorsnemi, öll við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, segja frá rannsókn undir yfirskriftinni: Kennsluaðferðir framhaldsskólakennara í 130 kennslustundum og leiðir þeirra til að gera kennsluna áhugaverða.

Ágrip: Erindið er byggt á gögnum sem safnað var á árunum 2013 og 2014 í níu framhaldsskólum. Höfundarnir flokkuðu helstu kennsluaðferðir, sem kennarar notuðu í 130 kennslustundum sem fylgst var með. Athugað var hvað kennarar gerðu í upphafi kennslustunda og hvað væri gert til að gera kennsluna sem fjölbreyttasta. Sagt verður frá áhugaverðum dæmum.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Upptökur af völdum fyrirlestrum hafa birst á vef Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs.

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is