Háskóli Íslands

Hvað á húsið að heita?

Hvenær hefst þessi viðburður: 
18. apríl 2017 - 12:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Hátíðasalur
Hús erlendra tungumála
Þriðjudaginn 18. apríl nk. kl. 12.00 mun Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tilkynna um niðurstöðu samkeppni um heiti nýs húss erlendra tungumála. Húsið verður vígt við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl nk.
 
Efnt var til samkeppni um heiti hússins og bárurst hátt í 800 tillögur frá rúmlega 1.000 einstaklingum. Valnefnd fór yfir tillögurnar og komst að einróma niðurstöðu sem háskólaráð staðfesti. Í valnefnd áttu sæti þau Eiríkur Smári Sigurðarson frá Hugvísindasviði (formaður), Geir Þórarinn Þórarinsson, fulltrúi stjórnar SVF, Guðrún Kvaran, fulltrúi Vigdísarstofnunar og Inga Jóna Þórðardóttir, fulltrúi rektors. 
 
Tilkynnt verður um heitið í Hátíðasal í Aðalbyggingu og munu sigurverar í nafnasamkeppninni veita verðlaunum viðtöku. 

 

Allir velkomnir
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is