Háskóli Íslands

HÆTT VIÐ - Með fróðleik í fararnesti - Á slóðum kræklingsins í Hvalfirði -

Hvenær hefst þessi viðburður: 
29. apríl 2017 - 12:00
Háskóli Íslands
Hætt hefur verið við kræklingaferð Háskóla Íslands og Ferðafélags barnanna í Hvalfjörð, sem fara átti fram laugardaginn 29. apríl kl. 12, af óviðráðanlegum orsökum. Þess í stað hefur eldfjalla- og gjótukönnun í Búrfelssgjá, sem fara átti fram 2. maí kl. 17, verið færð yfir á laugardaginn 29. apríl kl. 11.
 
 
Gangan er hluti af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í þessum áhugaverðu gönguferðum. Markmiðið með þeim er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.
 
Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.
 
Næstu ferðir:
Þriðjudaginn 13. júní kl. 17 - Pöddulíf í Elliðaárdal
Þriðjudaginn 21. júní kl. 16 - Álfaganga um Jónsmessu
Laugardaginn 26. ágúst kl. 11 - Sveppasöfnun í Heiðmörk
Laugardadinn 9. september kl. 11 - Holdsveiki og Hallgerður langbrók
Laugardaginn 23. september kl. 11 - Margt býr í Öskjuhlíðinni
Laugardaginn 7. október kl. 13.30 - Fjöruferð í Gróttu
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is