Skip to main content

Grunnnám - hvað svo?

Grunnnám - hvað svo? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. mars 2019 11:30 til 13:30
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvað er í boði í Háskóla Íslands að loknu grunnnámi?

Getur nemandi með BA-gráðu í mannfræði farið í talmeinafræði?
Getur nemandi með BS-gráðu í hjúkrunarfræði farið í framhaldsnám í guðfræði?
Getur nemandi með BS-gráðu í tölvunarfræði farið í framhaldsnám í leikskólakennarafræði?
Hverjar eru forkröfurnar fyrir hverja og eina námsleið í framhaldsnámi við Háskóla Íslands?

Sérfræðingar deilda og fræðasviða Háskóla Íslands veita svör við þessum spurningum og ótal fleiri á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars milli kl. 11.30 og 13.30.

Enn fremur verða náms- og starfsráðgjafar á staðnum og veita ráðgjöf. Háskóli Íslands á í samstarfi við yfir 500 háskóla um allan heim og sérfræðingar frá Skrifstofu alþjóðasamskipta verða einnig viðstaddir og kynna hina fjölbreyttu möguleika í skiptinámi.

Viðburðurinn er ætlaður öllum þeim sem hyggja á framhaldsnám í Háskóla Íslands.

Komdu og kynntu þér ótal möguleika á framhaldsnámi.

Umsóknarfrestur um framhaldsnám við Háskóla Íslands er til 15. apríl en sótt er um námið á heimasíðu skólans.

Yfirlit yfir námsleiðir í framhaldsnámi

Fulltrúar sviða og deilda Háskóla Íslands kynna möguleika í framhaldsnámi innan Háskólans á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars kl. 11.30-13.30.

Grunnám - hvað svo?