Háskóli Íslands

Grænir dagar: Vegan og Slow food

Hvenær hefst þessi viðburður: 
24. mars 2017 - 11:00 til 12:15
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
L-205
Grænir dagar
  • 11:00-11:30 Benjamín Sigurgeirsson (Aktivegan), Vegan Iceland: Plant vs Animal Food Production
  • 11:40-12:15 Dóra Svavarsdóttir (Culina), Slow Food, Eating our Way to a Better World

Dagskráin fer fram á ensku. Öll velkomin - aðgangur ókeypis.

Grænir dagar fara nú fram í tíunda sinn, dagana 23. og 24. mars. Þessi árlegi viðburður í Háskóla Íslands er á vegum GAIA, félags meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði. Markmiðið er að stuðla að vitundarvakningu um málefni tengdum umhverfinu, innan háskólans jafnt sem út í samfélagið.
 
Viðburðir Grænna daga eru í formi fyrirlestra og vinnustofa en einnig verða ýmsir skemmtilegir hliðarviðburðir á meðan á Grænum dögum stendur. Viðburðirnir fara að mestu fram á ensku og nánari dagskrá sjá á facebook síðu Grænna daga.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is