Háskóli Íslands

Gestafyrirlestur Lífvísindaseturs - Nóbelsverðlaunahafinn Paul Nurse

Hvenær hefst þessi viðburður: 
21. apríl 2017 - 11:00 til 12:00
Nánari staðsetning: 
Fróði fyrirlestrarsalur Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8
Paul Nurse

Gestafyrirlestur Lífvísindaseturs

Dr. Paul Nurse, Nóbelsverðlaunahafi 2001 í læknis- og lífeðlisfræði

Titill: Stjórnun frumuhringsins

Föstudaginn 21. apríl kl. 11:00 í Fróða, fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8.

Rannsóknir Dr. Nurse miða að því að skilja betur hvernig frumuhringnum er stjórnað í heilkjörnungum og hvernig vöxtur og lögun fruma er ákveðin. Stjórnun á þessum þáttum er mikilvæg fyrir vöxt, þroskun og æxlun allra lífvera en auka einnig skilning okkar á sjúkdómum. Stjórnlausar frumuskiptingar í krabbameinum hafa oft áhrif á vöxt og lögun fruma, t.d. í meinvörpum þegar frumur yfirgefa vefinn sem þér urðu til í og ferðast til annarra staða í líkamanum.

Dr. Paul Nurse forstöðumaður Francis Crick stofnunarinnar í London. Hann hlaut Nóbelsverðlaun 2001 í læknis- og lífeðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á frumuhringnum, ásamt Leland Hartwell and Tim Hunt. Hann lagði m.a. grunninn að því að skilja sjúkdóma, sér í lagi krabbamein. Hann var áður forseti Royal Society í Bretlandi og Rockefeller háskóla í New York og stjórnandi Imperial krabbameinssjóðsins sem nú er Cancer Research UK.

Allir velkomnir.

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is