Háskóli Íslands

Fyrirlestur: Plotinus and Proclus on the nature and origin of evil

Hvenær hefst þessi viðburður: 
7. apríl 2017 - 16:00 til 18:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 206
Háskóli Íslands

Eyjólfur Kjalar Emilsson flytur fyrirlesturinn Plotinus and Proclus on the nature and origin of evil.

Fyrirlesturinn verður haldinn á vegum Fornfræðistofu í Odda 206, föstudaginn 7. apríl kl. 16:00-18:00.

Frumkvöðull nýplatonismans, Plótinos (205-270), hélt fram frumlegri kenningu um hið illa: frumillskan, ástæða alls annars böls, er efnið. Þessi kenning virðist undarleg í ljósi þess að í fyrsta lagi er efnið samkvæmt Plótinosi óvera, alger skortur á veruleika, og í öðru lagi er það eigi að síður afsprengi fyrstu uppsprettu alls sem er, hins Góða (eða Eina). Annar helsti kennimaður nýplatonista, Próklos (412-485), réðst á hugmyndir Plótinosar um illskuna í riti sínu De malorum subsistentia (Um tilvist böls). Hann telur það m.a. fela í sér mótsögn að ætla að hið Góða geti verið orsök hins illa. Í lestrinum, sem fluttur verður á ensku, verða þessar hugmyndir reifaðar og tekið til varnar fyrir Plótinos.

Eyjólfur Kjalar Emilsson er prófessor í fornaldar-heimspeki við Heimspekideild Háskólans í Osló og höfundur bókanna Plotinus on Sense-Perception: A Philosophical Study (Cambridge UP, 1988), Plotinus on Intellect (Clarendon, 2007) og Plotinus (Routledge, 2017).

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is