Háskóli Íslands

Fyrirlestur: Hið dularfulla hvarf íslenskra sjókvenna: Gáta um nútíma, minni og vald. - Margaret Willson

Hvenær hefst þessi viðburður: 
10. apríl 2017 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
206
margaret willson
 
Margaret Willson frá University of Washington flytur erindi í fyrirlestrarröð Mobilities and Transnational Iceland, öndvegisverkefnis á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er fluttur í samstarfi við námsbraut í mannfræði. 
 
Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hvernig konur sem sóttu sjóinn hafa horfið úr sögu sjómennsku og sameiginlegu minni íslendinga. Hvarf kvenna á rót sína í róttækum tækni- og samfélagsbreytingum og fiskveiðistefnu tuttugustu aldar. Í dag halda konur sem stunda sjó áfram að vera ósýnilegar. Í fyrirlestrinum veltir Willson því fyrir sér hvernig slíkt getur gerst í samfélagi sem talið hefur verið með mestu jafnréttissamfélögum í heimi.
 
Fyrirlesturinn fer fram á ensku
 
Allir velkomnir
 
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is