Háskóli Íslands

Frumsýning First Contact, teiknimyndar um fyrstu samskipti norrænna manna og frumbyggja Norður-Ameríku

Hvenær hefst þessi viðburður: 
8. júní 2017 - 16:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 101
Háskóli Íslands

Teiknimyndin First Contact eftir Scott MacLeod og Samantha Rideout verður frumsýnd hér á landi fimmtudaginn 8. júní kl. 16.30 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.

Teiknimyndin fjallar um fyrstu samskipti norrænna manna og frumbyggja Norður-Ameríku á Nýfundnalandi. Úr vestri kemur flokkur veiðimanna af Beothuk þjóðinn en úr austri norrænir menn úr byggðum Grænlands. Þeir mætast á Nýfundnalandi og í fyrstu eru samskiptin vinsamleg en brátt skapast tortryggni og ágreiningur. Sagan er sögð af tveimur konum, Guðríði Þorbjarnardóttur og Bobodish úr Genoet ættbálknum.

Myndin tekur um hálftíma í sýningu. Á undan myndinni munu leikstjórinn, Scott MacLeod, og sendiherra Kanada á Íslandi, Anne-Tamara Lorre, flytja stutt ávörp en eftir sýninguna gefst gestum tækifæri til að ræða málin við leikstjórann.

Miðaldastofa Háskóla Íslands og Sendiráð Kanada á Íslandi standa sameiginlega að þessum viðburði.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um myndina.

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is