Háskóli Íslands

Félag íslenskra fræða: Viðar Hreinsson: Andófsskáldið Jón lærði?

Hvenær hefst þessi viðburður: 
5. apríl 2017 - 20:00
Nánari staðsetning: 
Salur samkomuheimilis Neskirkju við Hagatorg
Háskóli Íslands

Andófsskáldið Jón lærði?

Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) er þekktur fyrir margvíslega iðju, skáldskap, galdur, fræðimennsku og náttúruskoðun. Sérkennilega beinskeytt samfélagsgagnrýni birtist í mörgum kvæða hans. Heimsósóminn í sjálfsævilega kvæðinu Fjölmóði er vel þekktur en einnig er að finna hvassa gagnrýni í safni 26 kvæða undir vikivakaháttum sem aldrei hefur verið prentað í heild. Í erindinu verður rætt um þá samfélagsrýni sem birtist í kveðskap Jóns og hún borin saman við heimsádeilur eldri skálda og samtímamanna auk þess sem leitast verður við að svara þeirri spurningu hvort hann geti talist andófsskáld.

Allir velkomnir!

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is