Háskóli Íslands

Eyðsla, auður og sköpun táknræns aðskilnaðar

Hvenær hefst þessi viðburður: 
24. apríl 2017 - 16:00 til 17:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
101
Háskóli Íslands
Ashley Mears er dósent í félagsfræði við Boston University. Í rannsóknum sínum beinir hún sjónum að félagsfræði menningar og markaða. Fyrsta bók hennar; Pricing Beauty: The Making of a Fashion Model, kom út árið 2011 og rannsóknir hennar hafa birst í tímaritum eins og American Sociological Review, Poetics, Theory and Society, Ethnography og Cultural Sociology.
 
Í fyrirlestrinum mun Ashley skoða félagslega merkingu peninga á meðal þeirra allra ríkustu en hún var í einstakri stöðu til þess að greina lífsstíl þeirra, meðal annars með því að fá aðgengi að næturklúbbum með afar takmarkað aðgengi og með því að fylgja þeim í ferðir á suma af dýrustu stöðum í Evrópu. Viðtöl hennar við þá sem eyða hvað mest, t.d. í eina kampavínsflösku sem jafnast á við árstekjur sumra Bandaríkjamanna, sýna fram á hvernig auðmenn búa til mun á þeim sem verðskulda slíkt ríkidæmi miðað við aðra. Þeir réttlæta kauphegðun sína með einstaklingshyggju sem byggir á réttlæti og mikilli vinnu og telja að eyðsla sín sé frekar hófsöm, sérstaklega þegar hún er borin saman við aðra sem eyða miklum peningum en hafa ekki unnið fyrir þeim á sama hátt og þeir telja sig hafa gert. Hún sýnir fram á tilvist táknræns efnahagslíf mikillar neyslu sem hjálpar okkur að skilja hugsanagang og merkingu peninga í heimi sem einkennist af sífellt meiri ójöfnuði og samþjöppun fjármagns á færri og færri hendur. 
 
Fyrirlesturinn er opnunarfyrirlestur nýrrar fyrirlestrarraðar, Samtal við Samfélagið: Fyrirlestrarröð í félagsfræði, en hún er samstarfsverkefni Félagsfræðingafélags Íslands og námsbrautar í félagsfræði. 
 
 
Fyrirlesturinn fer fram á ensku 
 
Allir velkomnir 
 
 
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is