Háskóli Íslands

Doktorsvörn Kristjáns Ketils Stefánssonar á Menntavísindasviði

Hvenær hefst þessi viðburður: 
23. maí 2017 - 9:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Hátíðasalur Háskóla Íslands
Háskóli Íslands

Kristján Ketill Stefánsson ver doktorsritgerð sína í menntavísindum við Uppeldis- og menntunarfræðideild og Sálfræðideild Háskóla Íslands:„School engagement and intentional self-regulation: A reciprocal relation in adolescence“  á íslensku  „Virk þátttaka í skólastarfi og sjálfstjórnun: Gagnvirkt samband á unglingsárum“.

Andmælendur eru dr. Katariina Salmela-Aro, prófessor við University of Jyväskylä, Finnlandi, og dr. Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við West Virginia University, Bandaríkjunum.

Leiðbeinandi var dr. Steinunn Gestsdóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands, en auk hennar voru í doktorsnefndinni dr. Freyja Birgisdóttir, dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands, dr. Richard M. Lerner, prófessor við Tufts University, Bandaríkjunum, og dr. Sigurgrímur Skúlason, Menntamálastofnun.

Dr. Ólafur Páll Jónsson, prófessor og deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar Menntavísindasviðs, stjórnar athöfninni.

Um verkefnið

Virk þátttaka í skólastarfi (e. school engagement; skuldbinding til náms) er mikilvæg fyrir farsæla skólagöngu en sýnt hefur verið fram á skýr tengsl virkrar þátttöku í skólastarfi og jákvæðra þátta eins og t.d. hárra einkunna og lítillar hættu á brottfalli. Á sama tíma hefur verið sýnt fram á að sjálfstjórnun (e. intentional self regulation; hæfileikinn til að setja sér, forgangsraða og ná langtímamarkmiðum) spáir fyrir, miðlar og verður fyrir áhrifum af virkri þátttöku nemenda. Þrátt fyrir það er lítið vitað í hvaða röð þessi tengsl eiga sér stað á unglingsárum. Í þessari rannsókn var kannað hvort jákvætt gagnvirkt samband gæti verið til staðar á milli virkrar þátttöku nemenda og sjálfstjórnunar á unglingsárum. Markmiðum rannsóknarinnar var skipt í þrennt. Fyrsta markmiðið var að auka við fyrirliggjandi þekkingu á því hvernig mæla má sjálfstjórnun á unglingsárum. Annað markmiðið var að auka við fyrirliggjandi þekkingu á því hvernig mæla má virka þátttöku í skólastarfi á unglingsárum. Þriðja markmiðið var að prófa tilgátuna um jákvætt gagnvirkt samband milli virkrar þátttöku nemenda og sjálfstjórnunar síðustu tvö ár grunnskólans. Niðurstöður úr aðlögun og þróun mælitækjanna á virkri þátttöku nemenda og sjálfstjórnun voru birtar í tveimur tímaritsgreinum sem byggðu á langtímagögnum sem safnað var frá 561 unglingi (46% stelpur, Maldur við byrjun 9. bekkjar = 14,3 ár, Staðalfrávik = 0,3) við upphaf og lok 9. og 10. bekkjar. Niðurstöður úr lokagrein rannsóknarinnar byggðu á sömu langtímagögnum og studdu megintilgátuna um jákvætt gagnvirkt langtímasamband milli virkrar þátttöku og sjálfstjórnunar eftir að stjórnað hafði verið fyrir áhrifum kyns, fyrri námsárangurs og menntunar foreldra. Að auki sýndu niðurstöðurnar minnkandi stöðugleika virkrar þátttöku og sjálfstjórnunar eftir því sem leið að lokum grunnskólans. Minnkandi stöðugleiki á tímabilinu er í samræmi við kenningar sem lýsa virkri þátttöku nemenda og sjálfstjórnun sem mótanlegum þáttum. Sambandið milli virkrar þátttöku nemenda og sjálfstjórnunar styður við tilgátur sem sýna sjálfstjórnun sem lykilhugtak í stuðningi við virka þátttöku í skólastarfi.

Enska

The importance of school engagement (i.e., the willingness to engage in learning) for school success, such as good academic achievement and low dropout rates, has been well established. At the same time, intentional self-regulation (ISR; i.e., the ability to set, prioritize, and obtain long-term goals) has been shown to be a precursor, mediator, and outcome of school engagement. However, the relation between school engagement and ISR during adolescence is poorly understood. In this research, I explored the reciprocal relation between school engagement and ISR during adolescence. This study had three goals. The first goal was to further the development of a valid measure of ISR for use with adolescents. The second goal was to contribute to the development of a valid measure of school engagement for use with adolescents. The third goal, which best captures the main purpose of the study, was to examine the hypothesized reciprocal relation of school engagement and ISR during the last two years of compulsory school in Iceland. The results from the development and adaptation of the school engagement and ISR measures were published in two journal articles based on four waves of data collected at the beginning and end of Grades 9 and 10 with a longitudinal sample of 561 youth in Iceland (46% girls, Mage at Wave 1 = 14.3 years, SD = 0.3). The third and final manuscript, based on data from the same longitudinal sample, supported the reciprocal relations of school engagement and ISR during adolescence after controlling for gender, academic achievement, and parent’s education. Furthermore, the results indicated decreased stability of both school engagement and ISR during the observed period. The decreasing stability is consistent with theories that present school engagement and ISR as malleable constructs that are open to contextual conditions. The reciprocal relations between school engagement and ISR support hypotheses that ISR skills are a key element in the promotion of school engagement.

Um doktorsefnið

Kristján Ketill Stefánsson er fæddur árið 1979 og ólst upp á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra árið 1999, B.Ed. prófi í grunnskólakennarafræði frá Kennaraháskóla Íslands árið 2003 og meistaraprófi í kennslufræði raungreina frá Háskólanum í Ósló árið 2006. Kristján starfaði sem grunnskólakennari í Laugalækjarskóla 2006-2008 og sem aðjunkt og stundakennari við Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands á árunum 2008-2017. Kristján er giftur Kristínu Unu Friðjónsdóttur og eiga þau dótturina Agnesi Kötlu.

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is