Skip to main content

Doktorsvörn í félagsfræði - Sunna Kristín Símonardóttir

Doktorsvörn í félagsfræði - Sunna Kristín Símonardóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. ágúst 2017 14:00
Hvar 

Hátíðarsal HÍ
Aðalbyggingu

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 18. ágúst ver Sunna Kristín Símonardóttir doktorsritgerð sína við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Discipline and Resistance: Constructing the “good” Icelandic mother through dominant discourses on bonding, breastfeeding and birth. Vörnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 14:00 og er öllum opin. 

Andmælendur eru dr. Charlotte Faircloth, dósent í Félagsvísindum við University of Roehampton, London, og dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. 

Leiðbeinandi Sunnu er dr. Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Aðrir í doktorsnefnd eru dr. Annadís Rúdólfsdóttir, dósent í aðferðafræði rannsókna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, dr. Ellie Lee, prófessor í félagsfræði við University of Kent, og dr. Helga Gottfreðsdóttir, prófessor í ljósmóðurfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.

Rannsóknin varpar ljósi á ráðandi orðræður um móðurhlutverkið á Íslandi og setur í samhengi við fræðilega umfjöllun um foreldramenningu, mæðrun og feðrun og femínískar og póst-strúktúralískar kenningar um ögun og samspil valds og þekkingar. Rannsóknin skoðar með hvaða hætti vísindaleg orðræða skilgreinir og skapar hina ,,góðu“ móður og hvernig ráðandi orðræður hafa áhrif á sjálfsskilning og sjálfsmynd íslenskra mæðra. 
Unnið er með hálf-stöðluð viðtöl við óléttar konur og nýbakaðar mæður, textagreiningu á upplýsinga- og fræðsluefni sem tengist mæðravernd og meðgöngu og frásögnum kvenna sem hafa átt í erfiðleikum með brjóstagjöf. Fjórar vísindagreinar liggja til grundvallar í þessari doktorsritgerð og gera þær grein fyrir ráðandi orðræðu um tengslamyndun, brjóstagjöf og barnsfæðingar. Greinarnar fjórar skoða allar með hvaða hætti orðræða hins ,,náttúrulega“ birtist á Íslandi þegar kemur að móðurhlutverkinu og skoða hvernig merkimiðarnir um hina ,,góðu“ og ,,slæmu“ móður eru notaðir til þess að stjórna valkostum og hegðun kvenna. 

Sunna Kristín Símonardóttir er fædd árið 1981 í Reykjavík. Hún lauk námi í bókmennta- og kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaraprófi í kynjafræði frá University of Leeds í Bretlandi árið 2008. Eiginmaður Sunnu er Óttar Rolfsson, lektor við Læknadeild, og dætur þeirra eru Embla Sól og Iðunn.  

Nánari upplýsingar veitir Sunna Kristín Símonardóttir:
sks23@hi.is
sunna.simonardottir@gmail.com
s: 660-3788