Háskóli Íslands

Breytingar á jöklum við hlýnandi loftslag

Hvenær hefst þessi viðburður: 
4. febrúar 2014 - 12:00 til 13:15
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Hátíðasalur
Háskóli Íslands

Vísindamenn frá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) og Caltech-háskóla í Kaliforníu vinna nú að þróun nýrrar tækni til ratsjármælinga á hreyfingu jökla í samvinnu við jöklafræðinga Háskóla Íslands. Tæknibúnaðinn mætti senda um allan heim í ómönnuðu flygildi til að mæla breytingar sem orðið hafa á yfirborði jarðar við náttúruhamfarir eins og eldgos, jarðskjálfta, skriðuföll og flóð. Frumgerð þessa búnaðar er nú um borð í rannsóknaflugvél NASA sem stödd er hér á landi ásamt vísindamönnum frá NASA og Caltech.

Í tilefni þessarar heimsóknar efna Háskóli Íslands og Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi til hádegisfundar í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands, þriðjudaginn 4. febrúar nk. kl.12.00-13.15. Íslenskir og bandarískir vísindamenn munu fjalla um alþjóðlegt samstarf í jöklafræði og framangreint samstarfsverkefni NASA, Caltech og Háskóla Íslands.

Dagskrá:
Dr. Helgi Björnsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans
– Mikilvægi alþjóðlegs samstarfs í jöklafræði

Dr. Mark Simons, prófessor í jarðeðlisfræði, og Brent Minchew, doktorsnemi í jarðeðlisfræði,
Caltech-háskóla – Breytingar á jöklum við hlýnandi loftslag

Erindin verða flutt á ensku.

Að loknum fundi verður boðið upp á hressingu.
 

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is