Háskóli Íslands

Alþjóðleg ráðstefna um eflingu félagslegra framfara á óvissutímum

Hvenær hefst þessi viðburður: 
24. apríl 2017 - 9:00
Nánari staðsetning: 
Harpa ráðstefnuhús
Háskóli Íslands

Um 40 fyrirlesarar taka þátt í alþjóðlegu ráðtefnunni What Works, sem verður í Hörpu 24. til 26. apríl. Þar á meðal eru þar á meðal er Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í Umhverfis- og auðlindafræði ásamt fræðimönnum og sérfræðingum  frá MIT, London School of Economics, The Economist, BBC World Service Group, Facebook, Microsoft auk stjórnenda úr opinberri stjórnsýslu.

Viðfangsefnið er að skoða hvernig hægt er að bæta það sem skiptir tilveru fólks mestu máli: þar á meðal er aðgangurinn að heilsugæslu, menntun og hagkvæmu húsnæði, og hvernig hægt er að að mæla styrkleika þessara samfélagslegu innviða og fylgjast með þróun þeirra. 
 
Til grundvallar er vísitala félagslegar framfara (VFF) – Social Progress Index – sem er tekin saman af Social Progress Imperative stofnuninni sem hefur aðsetur í Washington og London. 
 
Markmiðið er að draga fram og deila því sem virkar þegar horft er til framþróunar félagslegra framfara í heiminum. Skoða dæmisögur, reynslu og þekkingu á aðferðum sem hafa borið árangur. Leiðarljósið er að efla stjórnendur og auka meðvitund um hvernig vísitala félagslegra framfara getur stutt við markvissa stjórnun og forgangsröðun.
 
Reiknað er með að um 200 þátttakendur alls staðar að úr heiminum - Nú þegar á þriðja tug þjóðerna eru skráðir til leiks.
 
Þetta er annað árið í röð sem Ísland er vettvangur ráðstefnunnar en í fyrra var Harvard prófessorinn Michael Porter aðalframsögumaður. 
 
Allar frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu ráðstefnunnar.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is