Háskóli Íslands

Að taka kyn með í umhverfisreikninginn: Alþjóðlegt mat Umhverfisstofnunar SÞ á stöðu kynjanna

Hvenær hefst þessi viðburður: 
24. apríl 2017 - 12:00 til 13:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
O-101
Alþjóðlegt mat Umhverfisstofnunar SÞ á stöðu kynjanna
Málþing um mat Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna á stöðu kynjanna verður haldið í samvinnu RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands.
 
Þátttakendur í málþinginu eru Joni Seager, prófessor og forstöðumaður deildar hnattrænna fræða við Bentley-háskóla, Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst og fundarstjóri er Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
 
Þrátt fyrir einlægan vilja og umræður um mikilvægi kynjagreiningar á sviði umhverfismála er málefnið þó jaðarsett í umhverfismati og stefnumótun. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) hefur sett af stað verkefni til að gera jafnrétti miðlægara í umhverfisverkefnum. Hluti verkefnisins var gerð alþjóðlegs umhverfismats sem byggt er á kynjagreiningu og nefnist: The Global Gender and Environment Outlook (GGEO) og kom út árið 2016. Skýrslan var meira en tvö ár í vinnslu og komu hátt í hundrað sérfræðingar að verkinu en Joni Seager er aðalhöfundur hennar. Skýrslan er hugsuð sem viðmið fyrir kynjaða umhverfisgreiningu og ákvarðatöku.
 
Í skýrslunni er litið á stöðu og horfur er varða upplýsingar um umhverfið – eins og mismunandi áhrif kynjanna á umhverfisbreytingar – og einnig eru settir fram nýir greiningarrammar sem færa út mörk umhverfismats. GGEO skoðar til dæmis á hvaða hátt félagsmótun karlmennsku og kvenleika hafa áhrif á umhverfisþætti.
 
Joni mun ræða helsta framlag og nýbreytni GGEO verkefnisins sem og hindranir fyrir því að nota kynjagreiningu við mat á umhverfisáhrifum. Auður H. Ingólfsdóttir mun í framhaldi ræða við Joni um innihald skýrslunnar í íslensku samhengi.
 
Málþingið fer fram á ensku, er öllum opið og gjaldfrjálst.
 
Finndu viðburðinn á Facebook!
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is