Háskóli Íslands

Um Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands er eitt af fimm fræðasviðum skólans.  Sviðið er í fararbroddi kennslu og rannsókna á sviði verkfræði, tölvunarfræði og náttúruvísinda hér á landi og veitir nemendum, atvinnulífi og samfélaginu margvíslega þjónustu.

Við sviðið eru stundaðar rannsóknir á heimsmælikvarða og eru nemendur hvattir til nýsköpunar og frumkvæðis. Náin tengsl eru á milli rannsókna og kennslu og þau aukast sífellt eftir því sem lengra líður á námið. Nemandinn lærir ekki eingöngu að afla sér þekkingar heldur einnig að viðhalda henni og skapa nýja þekkingu. Á hverju ári verða til ný sprotafyrirtæki á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.

 Í boði er fjölbreytt nám og fjöldi námsleiða í eftirfarandi deildum:

Á sviðinu starfa um 300 manns við rannsóknir og við fjölbreytta og metnaðarfulla kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfi er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra nemenda og starfsmanna við sviðið.

Rannsóknarstofnanir sviðsins eru eftirsóttir samstarfsaðilar erlendra háskóla og gegna veigamiklu hlutverki í vísindasamfélaginu. Þetta eru: Raunvísindastofnun, Jarðvísindastofnun, Stofnun Sæmundar fróða, Verkfræðistofnun og Líf- og umhverfisvísindastofnun.


 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is