Háskóli Íslands

Nýsköpun og viðskiptaþróun

Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild ásamt Viðskiptafræðideild bjóða nú í fyrsta skipti upp á sameiginlegan námskjarna í nýsköpun og viðskiptaþróun.

Með því að velja námskeið úr þessum kjarna eru nemendur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði betur undir það búin að stunda nýsköpun og frumkvöðlastarf á sínu sérsviði.

Í námskeiðum kjarnans er lögð áhersla á að nemendur öðlist fræðilegan grunn á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlafræða en fari einnig í gegnum verklega þætti nýsköpunarferlisins, allt frá hugmyndasmíð, að þróun viðskiptalíkans og framkvæmd. Nemendur í náminu munu vinna náið með nemendum úr öðrum deildum Háskólans.

Undirstaða kjarnans er námskeið um framkvæmd nýsköpunar sem nær yfir tvær annir. Þar takast  nemendur með ólíkan bakgrunn saman á við  þær áskoranir sem felast í nýsköpun, afurðaþróun og nýtingu viðskiptatækifæra.  Nemendur vinna  saman að umfangsmiklu verkefni sem felur í sér afurðaþróun byggða á sérþekkingu þar sem  viðskiptalegar forsendur tækifærisins eru í forgrunni.

Atvinnumöguleikar

Námið miðar að því að nemendur séu færir um að vinna að nýsköpun í fjölbreyttu samhengi, hvort sem það er með stofnun eigin fyrirtækja, störfum innan sprota- eða vaxtarfyrirtækja, eða við viðskiptaþróun stærri fyrirtækja.

Fjöldatakmörkun

Aðeins er hægt að taka takmarkaðan fjölda nemenda inn í sum námskeið kjarnans.

Inntökuskilyrði

Nemendur á Verkfræði og náttúruvísindasviði þurfa að vera skráðir í meistara- eða doktorsnám til að geta tekið námskeið í nýsköpun og viðskiptaþróun.

Hlekkir sem tengjast kjarna í nýsköpun og viðskiptaþróun

Hafa samband

Frekari upplýsingar um námið veitir Rögnvaldur J. Sæmundsson (rjs@hi.is).

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is