Háskóli Íslands

Móttaka nýnema

Velkomin í nám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.

Hér að neðan eru upplýsingar sem gagnast þeim sem eru að hefja nám á sviðinu.

Móttaka nýnema

Á hverju ári eru haldnir nýnemadagar þar sem starfsemi sviðsins og aðstaða er kynnt fyrir nýjum nemendum. Nýnemadagarnir eru kjörinn vettvangur til að kynnast háskólasvæðinu og mynda tengsl við samnemendur.  Þátttaka í nýnemadögum er hluti af náminu.

Nemendafélög

Fjölmörg nemendafélög starfa á sviðinu, bæði fyrir grunnnema og framhaldsnema. Hér má sjá öll nemendafélög Háskólans

Móttaka nýnema

Undirbúningsnámskeið

Endurmenntun Háskóla Íslands hefur boðið upp á námskeið fyrir nýnema í stærðfræði og efnafræði sem nemendur eru hvattir til að kynna sér. Auk þess geta nemendur þjálfað sig í stærðfræði áður en námið hefst með tutor web kerfinu sem þróað hefur verið af stærðfræðikennurum við sviðið.

Stundaskrár

Stundaskrár má finna á eftirfarandi stöðum

 1. Stundataflan mín í Uglu er persónuleg stundaskrá. Nánar tiltekið er þar stundaskrá námskeiða sem nemandi er skráður í, viku fyrir viku, þ.m.t. allir dæmatímar og verklegir tímar í fjölmennum námskeiðum þar sem nemendum er skipt í hópa. Hóparnir eru númeraðir (d1, d2, d3, v1, v2 o.s.frv). Þetta veldur því að stundatöflunar virðast þéttari en þær í raun eru fyrir hvern og einn nemanda. Þegar menn vita í hvaða hóp þeir eru (sbr. lið 2) þá má smella á dæmatíma sem maður tilheyrir ekki og fela þá.
   
 2. Á kennsluvef hvers námskeiðs í Uglu birtist skjal sem sýnir skiptingu í dæmahópa, yfirleitt í fyrstu kennsluviku.
   
 3. Á heimasíðu sviðsins eru líka stundaskrár allra námskeiða og námsleiða. Þegar breytingar verða uppfærast þessar stundatöflur þó ekki alltaf jafn hratt og þær sem eru í Uglu. Á sama stað mun líka verða hlekkur í skjalið með skiptingu í dæmahópa.

Á stundaskránum eru ýmsar skammstafanir. Meðal annars f = fyrirlestur, d = dæmatími, s = stoðtími, v = verklegt. Ennfremur nöfn bygginga: A = Aðalbygging, Á = Árnagarður, G = Gimli, HB = Háskólabíó, HT = Háskólatorg, L = Lögberg, N = Askja („Náttúrufræðihús“), O = Oddi, T = Tæknigarður, V01 = VR-1, V02 = VR-2. Stundum er notað H = Háskólabíó, V = VR-2 og V1 = VR-1.

Kennsluskrá

Í rafrænni kennsluskrá eru ítarlegar upplýsingar um námsleiðir og námskeið. Þar má sjá hvaða námskeið eru skyldunámskeið og valnámskeið á hverri námsleið og á hvaða misseri þau eru tekin. Einnig er þar lýsing einstakra námskeiða og margvíslegar aðrar upplýsingar t.d. um kennara, einingafjölda, kennslutungumál, hvort námskeið falli niður (það gera fyrsta árs námskeið reyndar aldrei) og forkröfur (þ.e. námskeið sem þarf að ljúka fyrst).

Í kennsluskránni  er einnig að finna ýmsar lykilupplýsingar um skólaárið, skráningu, gjöld, próf og margt fleira sem nemendur þurfa að vita þegar þeir hefja nám við skólann. Sérstaklega skal bent á að ef kennsluskrá breytist á námstímanum getur nemandi valið hvort hann fylgir gömlu eða nýju skránni.

Kennsluvefir námskeiða

Mörg námskeið nota kennsluvef í Uglu (Uglan mín -  Námskeiðin mín) til samskipta við nemendur, m.a. til að birta heimadæmi, en önnur nota aðra vefi, t.d. Piazza eða Moodle. Ýmsar upplýsingar eru á Ugluvef námskeiðanna óháð því hvort aðrir vefir eru notaðir, t.d. nemendalisti, prófasafn og tölfræði einkunna (eftir að prófum lýkur).

Heimasíður sviðs og deilda

Ýmsar gagnlegar upplýsingar eru á von.hi.is og undir henni síðum einstakra deilda. Til viðbótar stunda- og kennsluskrá má nefna kennsludagatal, nöfn og aðsetur starfsmanna (Síða deildar - Um deildina - Starfsfólk), þessar upplýsingar fyrir nýnema og almennar lýsingar á námsleiðum (Síða deildar - Nám)

Próftöflur

Próftöflur birtast í Uglu.

Nemendaþjónusta VoN

Nemendaþjónusta VON er á 1. hæð í Tæknigarði, nemvon@hi.is. Þetta er oft besti staðurinn til að byrja ef þið þurfið góð ráð eða aðstoð (t.d. varðandi mat á fyrra námi, val á námskeiðum, skráningu í námskeið, skráningu úr námskeiðum, upptökupróf o.s.frv.).

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands ( NSHÍ)

Hlutverk Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands (NSHÍ) er að veita nemendum háskólans margskonar stuðning og þjónustu meðan á námi stendur.

Náms- og starfsráðgjöf sinnir erindum sem varða t.d.:

 • Almennar upplýsingar um nám við Háskóla Íslands
 • Námsval
 • Námstækni, vinnubrögð og próftöku
 • Stuðning í námi
 • Starfsferilskrár, störf að loknu námi og starfsþróun
 • Sérúrræði vegna sértækra námsörðugleika, fötlunar eða veikinda

Nemendur eru eindregið hvattir til að nýta sér þjónustu NSHÍ. 
Sjá nánari upplýsingar á www.nshi.hi.is og á Facebook

Bækur

Bóksala stúdenta á Háskólatorgi birtir bókalista á vefsíðu sinni www.boksala.is. Fylgist jafnframt vel með upplýsingum um lesefni frá kennurum í upphafi námskeiða.

Lesaðstaða

Nemendum er bent á ágæta lesaðstöðu í Þjóðarbókhlöðu, en þar er einnig góður aðgangur að tölvum.

Einnig má benda á lesaðstöðu á þriðju hæð í VR-II og í Öskju.  Vinnuborð þar sem hægt er að tala saman eru á göngum í VR-2, á Háskólatorgi, Öskju  og í Háskólabíói.

Þjónustuborð á Háskólatorgi

Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er Þjónustuborðið Háskólatorgi fyrsti staðurinn sem þeir leita til. Þar má m.a. fá ýmis vottorð um skólavist, yfirlit yfir námsferla og panta staðfest afrit af brautskráningarferlum. Einnig er hægt að kaupa prentkvóta og fá stúdenta- og strætókort afhent. Þar er tekið á móti læknisvottorðum vegna veikinda í lokaprófum. Vottorð vegna veikinda í hlutaprófum eiga að berast á skrifstofu deildar eða til viðkomandi kennara.

Einnig má finna upplýsingar um margvíslega þjónustu hér

Tölvuaðgangur

Úthlutun notendanafna og lykilorða fyrir tölvukerfi

Nemendur við Háskóla Íslands þurfa að hafa notandanafn og lykilorð. Þetta er  frumskilyrði til þess að nemendur geti nálgast upplýsingar um námsframvindu, haft samskipti við kennara og nýtt sér tölvuþjónustu skólans. Notandanafn er jafnframt tölvupóstfang hjá Háskólanum (notandanafn@hi.is). Þegar umsækjendur hafa greitt skrásetningargjaldið hjá HÍ geta þeir sótt notandanafn á slóðina: www.nynemar.hi.is. Notið veflykil sem þið fenguð í tölvupósti á netfang sem gefið var upp þegar sótt var um skólavist. Ath. að auðvelt er að skipta um lykilorð (á Ugla - Stillingar- Breyta lykilorði).
 

Ugla

Uglan er innra net og aðal upplýsingamiðill skólans. Hér má sjá kynningu á Uglunni.


Tölvupóstur

Fylgist með tölvupósti a.m.k. einu sinni á dag í Uglunni eða á postur.hi.is (þar koma skilaboð um tíma sem falla niður, frestun á skilum, vísindaferðir o.s.frv. o.s.frv.). Ath. að þið getið áframsent póst sjálfkrafa t.d. á gmail-netfang (postur.hi.is - Valkostir - Áfram)


Þráðlaust net

Þráðlaust net á háskólasvæðinu. Það þarf að hlaða niður uppsetningarskrá, annað hvort heima eða á opnu neti sem er t.d. á Háskólatorgi, nálægt þjónustuborði. Slíkar skrár fyrir hin ýmsu stýrikerfi tölva og síma eru á rhi.hi.is- Nettengingar- eduroam. Athugið að þegar þið tengist í fyrsta sinn þarf að slá inn fullt netfang t.d. abc123@hi.is en ekki bara abc123.
 

Tölvuver

Tölvuver þar sem t.d. er hægt að prenta út eru m.a. í VR-2, Öskju og á Háskólatorgi. Prentkvóta má kaupa í Uglu (undir Tölvuþjónustu) eða á Háskólatorgi.


Tölvuþjónusta

Tölvuþjónusta Reiknistofnunar HÍ aðstoðar nemendur við hvers kyns tölvumál.  Hægt er að hafa samband með því að hringja í síma 5254222, senda tölvupóst á help@hi.is eða mæta þjónustuborðið á Háskólatorgi.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is