Háskóli Íslands

Umsókn

Útfylling umsóknar og fylgigögn

Umsóknarfrestur í framhaldsnám er til 15. apríl en til 15. október ef sótt er um innritun í framhaldsnám á vormisseri (ef tekið er inn á vormisseri). Þessi umsóknarfrestur gildir fyrir íslenska umsækjendur og umsækjendur af Norðurlöndunum.  Fyrir erlenda umsækjendur er einn umsóknarfrestur, 1. febrúar, fyrir komandi skólaár.
 
Ekki eru veittar undanþágur frá umsóknarfresti. Ef einhver gögn vantar telst umsókn ekki vera fullnægjandi og er sjálfkrafa hafnað.
 
Sótt er um nám á rafrænni umsókn. Eyðublaðið er aðgengilegt á umsóknartíma.
 
Við mat á umsóknum er litið heildstætt á alla þætti umsóknar. Krafa um lágmarkseinkunn veitir ekki sjálfkrafa rétt til að hefja nám í Umhverfis- og auðlindafræði, heldur skal einnig litið til meðmæla og greinargerðar. Vegna fjölda umsókna getur reynst nauðsynlegt að synja hæfum umsækjendum. 
 
Vinsamlegast kynnið ykkur inntökuskilyrði vel. 
 

(1) Rafræn umsókn

Við umsókn fær umsækjandi úthlutað veflykli sem hann þarf að varðveita. Með honum getur hann farið inn á slóðina nynemar.hi.is og fylgst með framgangi umsóknarinnar. Ef veflykill glatast þarf umsækjandi að hafa samband við Nemendaskrá HÍ.
 
Eftirfarandi upplýsingar þarf að gefa upp á rafræna umsóknareyðublaðinu:
 
(a) Val á námsleið: Velja þarf “Umhverfis- og auðlindafræði Meistarapróf 120 einingar” og eitt af kjörsviðum. 
(b) Persónupplýsingar.
(c) Upplýsingar um fyrra nám: Prófgráður, námsgreinar og lokaár. 
(d) Fylgiskjöl sem hengja þarf við rafræna umsókn:
– Ferilskrá (CV) (sjá neðar)
– Greinargerð á ensku (sjá neðar)
– Skannað afrit af prófskírteini og námsferli (sjá neðar)
Vinsamlegast notið PDF skjöl, setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis:
Gudrun_Jonsdottir_Ferilskra.pdf
Gudrun_Jonsdottir_Greinargerd.pdf
Gudrun_Jonsdottir_Profskirteini.pdf
(e) Umsagnir/meðmæli: Tvær skriflegar umsagnir skal senda beint til Háskóla Íslands (sjá neðar). Í rafrænni umsókn þarf að tilgreina nöfn, símanúmer og netföng umsagnaraðila. 
(f) Prófskírteini, námsferill og skírteinisviðauki: Skal hengja við rafræna umsókn OG senda staðfest afrit á pappír (þarf ekki hjá umsækjendum sem hafa lokið fyrra námi sínu hjá Háskóla Íslands eftir 1981).
 

(2) Ferilskrá (CV): hengd við rafræna umsókn

Persónulegar upplýsingar, menntun (skarast að nokkru leyti við rafræna umsóknareyðublaðið), starfsreynsla, áhugamál, tölvu- og tungumálakunnátta, önnur kunnátta t.d. reynsla af kennslu, þátttaka í ráðstefnum, ritaskrá og viðurkenningar. 
 
Vinsamlegast notið PDF form og hengið við rafræna umsókn.  Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_Ferilskra.pdf
 

(3) Greinargerð á ensku: hengd við rafræna umsókn

Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð á ensku (1-2 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, bakgrunn sinn og þekkingu á þessum málaflokki, markmið með náminu og framtíðaráform, og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð. Greinargerðir frá öllum nemendum, íslenskum sem erlendum, skulu vera á ensku.
 
Vinsamlegast notið PDF form og hengið við rafræna umsókn.  Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_Greinargerd.pdf
 

(4) Prófskírteini, námsferill og skírteinisviðauki: hengd við rafræna umsókn OG frumriti eða staðfestu afriti skilað á pappír (þarf ekki hjá umsækjendum sem hafa lokið fyrra námi sínu hjá Háskóla Íslands eftir 1981).

Skila þarf námsferli með lista allra lokinna námskeiða þar sem fram koma einingar og einkunnir hvers námskeiðs. Frumrit eða staðfest afrit á pappír þarf að vera gefið út af viðkomandi skóla og með bæði undirskrift og stimpli. 
 
Skila þarf prófskírteini og námsferli á eftirfarandi hátt: 
 
(a) Skannað afrit (læsilegt, svarthvítt eða í lit) skal hengja við rafræna umsókn. Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_Profskirteini.pdf
 
(b) Frumrit eða staðfest afrit á pappír skal senda á neðangreint heimilisfang:
Nemendaskrá 
Háskólatorgi, 3. hæð
101 Reykjavík
 

(5) Tvær skriflegar umsagnir/meðmælabréf: send beint af umsagnaraðilum í pósti EÐA tölvupósti

Tvær skriflegar umsagnir/meðmælabréf þurfa að fylgja umsókn. Gott er að umsagnaraðilar séu t.d. háskólakennarar eða aðrir sem þekkja námsgetu þína. Umsagnaraðilar skulu skrifa stutta greinargerð og fylla út þartilgert eyðublað. 
 
 
Umsagnaraðili á að senda umsögnina beint til Háskóla Íslands, en hún á ekki að fylgja gögnum umsækjanda. Umsagnir er hægt að senda annað hvort: 
 
(a) Í tölvupósti (PDF skjal í viðhengi) á admission@hi.is merkt „Meðmælabréf - Nafn umsækjanda - Umhverfis- og auðlindafræði“. Verður að vera sent úr netfangi umsagnarðaila.
 
(b) eða í pósti á neðangreint heimilisfang:
Nemendaskrá 
Háskólatorgi, 3. hæð
101 Reykjavík
 
Í rafrænni umsókn þarf að tilgreina nöfn, símanúmer og netföng umsagnaraðila.
Umsækjandi er ábyrgur fyrir að skriflegar umsagnir/meðmæli berist Háskóla Íslands. 
 
Öll fylgigögn með umsókn, sem ekki er boðið upp á að senda rafrænt, skal senda til: 
Nemendaskrá 
Háskólatorgi, 3. hæð
101 Reykjavík
 
Nánari upplýsingar um skil umsókna veitir verkefnastjóri námsbrautar, umhverfi@hi.is.
 
RAFRÆNT UMSÓKNAREYÐUBLAРAðgengilegt á umsóknartíma
 

Aftur í námið eftir hlé

Áður samþykktir nemendur, sem kusu að fresta upphafi náms um eitt misseri/eitt ár, verða að endurnýja umsókn sína áður en umsóknarfrestur rennur út. Fylla þarf úr rafræna umsókn en ekki þarf þó að skila fylgigögnum inn að nýju. 
 
Nemendur, sem eru í námshléi, verða að hafa samband við verkefnastjóra námsins, umhverfi@hi.is, hyggist þeir taka upp þráðinn að nýju.
 
Hyggist nemandi sækja um mat á námskeiði/um, framlengingu á námstíma eða annað slíkt sendir viðkomandi inn skriflegt erindi í tölvupósti til verkefnastjóra námsbrautarinnar, umhverfi@hi.is.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is