Háskóli Íslands

Umhverfis- og auðlindafræði

Umhverfis- og auðlindafræði tengir saman mörg svið

Þverfræðileg námsbraut í umhverfis- og auðlindafræðum er í senn hagnýt námsbraut sem ætti að gera nemendur færari um að leita úrlausna og leysa praktísk vandamál sem og vettvangur þar sem kynnt verða og rædd mörg stærstu og brýnustu vandamál samtímans, vandamál sem skipt geta sköpum um framtíð mannkyns.

Umhverfis- og auðlindamál hafa siðferðilegar, heimspekilegar, verkfræðilegar, hagfræðilegar, félagslegar og lagalegar hliðar og þau eru órjúfanlega tengd daglegu lífi okkar. Þverfræðilegt rannsóknanám er einstakt tækifæri til að kynnast þessum ólíku hliðum. Nemendur eiga þess kost að nýta sér til fullnustu það sem fjölbreytt fræðasamfélag Háskóla Íslands býður upp á og á hverjum degi eru í boði margir áhugaverðir fyrirlestrar og málstofur sem oft tengjast á einhvern hátt umhverfismálum og auðlindanýtingu.

Námsbrautin er þverfræðileg og meistaranámið hentar öllum þeim sem lokið hafa BS- eða BA- prófi, eða sambærilegu háskólaprófi. Doktorsnámið hentar þeim sem hafa lokið meistaraprófi í umhverfis- og auðlindafræðum eða samsvarandi prófi frá öðrum háskóla. 

http://www3.hi.is/~dagnyarn/geysir.jpg

Í náminu hafa sumir nemendur m.a. skoðað vistvæna ferðamennsku og þolmörk náttúru gagnvart miklum ágangi ferðamanna. Myndin sýnir Strokk í Haukadal. Ljósmynd: Dagný Arnarsdóttir

Nokkur dæmi um fólk sem námið getur höfðað til

  • Líffræðingur sem langar að vinna að vernd og skynsamlegri nýtingu fiskistofna.
  • Landfræðingur sem hefur áhuga á skipulagsmálum, einkum áhrifum mannvirkjagerðar á ásýnd lands í óbyggðum.
  • Félagsfræðingur sem ætlar að hasla sér völl sem ráðgjafi sveitastjórna, m.a. við stefnumótun um landnýtingu.
  • Lögfræðing sem langar að verða stjórnvöldum til ráðgjafar um auðlindanýtingu. Hann/hún hefur þekkingu á lögum og fjölþjóðasamningum.
  • Kennara sem langar að sérhæfa sig í menntun til sjálfbærni.
  • Verkfræðingur sem hefur áhuga á að verða framkvæmdaaðilum til ráðgjafar um lágmörkun umhverfis-, hagrænna og félagslegra áhrifa framkvæmda.
  • Heimspekingur sem vill vinna að fræðslu meðal almennings um þýðingu umhverfismála. 
  • Viðskipta- eða hagfræðingur sem hefur áhuga á skilvirkri stjórnun náttúruauðlinda, svo sem fiskistofna eða orkuauðlinda.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is