Háskóli Íslands

Um brautina

Haustið 2005 hófu fyrstu nemendurnir meistaranám í nýrri þverfræðilegri námsleið í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands. Upphaflega stóðu sex deildir að náminu (þ.e. félagsvísindadeild, hugvísindadeild, lagadeild, raunvísindadeild, verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild), en nú eru öll fimm fræðasvið Háskóla Íslands þátttakendur í náminu (Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið).

Í dag er bæði boðið upp á meistaranám og doktorsnám í umhverfis- og auðlindafræðum.

Námsbrautinni var og er ætlað að koma til móts við þarfir samfélagsins - sem og vaxandi áhuga nemenda - á rannsóknum, þjónustu og stefnumótun tengdri umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmið námsins er að útskrifa nýja kynslóð fagfólks sem hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði umhverfis og auðlindafræða og getur unnið þvert á fræði- og fagmúra.

Slík þekking:

  • auðveldar mönnum að greina og skilja orsakir og afleiðingar helstu umhverfisvandamála samtímans og að benda á vænlegar leiðir til úrbóta.
  • stuðlar að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og umhverfis út frá forsendum náttúru og lífríkis, efnahagslífs og samfélags.

Menntunarmarkmið námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræðum (pdf)

Fyrsti nemandinn brautskráðist með meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræðum í júní 2006, en það var María Eugenia Cauhépé frá Argentínu. Hún útskrifaðist frá viðskipta- og hagfræðideild.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is