Skip to main content

Rannsóknir og samstarf

Í umhverfis- og auðlindafræði er stundað fjölbreytt rannsóknarstarf, bæði meðal kennara og nemenda, í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda aðila. 

Á ákaflega stuttum tíma hefur umhverfisvakning orðið í samfélagi þjóðanna og er Ísland engin undantekning þar á; nú eru umhverfis- og auðlindamál á hvers manns vörum. Staðreyndin er sú að jörðin ber merki stórfelldra umhverfisbreytinga sem margar hverjar eru af manna völdum.

Á heimsvísu vofa loftslagsbreytingar yfir, fiskistofnar eru full- eða ofnýttir, skóga- og jarðvegseyðing er víða vandamál og svifryk og mengun frá útblæstri bíla hefur áhrif á lífkerfi og lífsgæði fólks, svo eitthvað sé nefnt. Þverfræðileg nálgun er nú að ryðja sér rúms á mörgum sviðum. Umhverfis- og auðlindafræði eru gott dæmi um kosti hennar, enda sameinar greinin ólíkar víddir þeirra fræðigreina sem tengjast viðfangsefninu.

Ritgerðir brautskráðra kandídata