Háskóli Íslands

Meistaranám

Námsbraut í umhverfis- og auðlindafræði er þverfræðileg námsleið á framhaldsstigi og heyrir undir öll fræðasvið Háskóla Íslands: Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Félagsvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Heilbrigðisvísindasvið.
 
Námsbrautinni er ætlað að koma til móts við þarfir samfélagsins - sem og vaxandi áhuga nemenda - á rannsóknum, þjónustu og stefnumótun tengdum umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmið námsins er að mennta nýja kynslóð fagfólks sem hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði umhverfis- og auðlindafræða og getur unnið þvert á fræði- og faggreinar. 

Skipulag náms

Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er 2 ára, 120 ECTS eininga, rannsóknatengt nám sem felur í sér þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og rannsóknum. Námið er samsett úr margvíslegum kjarna- og valnámskeiðum auk rannsóknarverkefnis. Nemendur fá því yfirgripsmikla þverfræðilega þekkingu, þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og rannsóknum. Þeir fá auk þess þjálfun í að kryfja vandamál, rökræða og koma máli sínu og gagnrýni á framfæri. Kennt er alfarið á ensku og nemendahópurinn er alþjóðlegur.
 

Umsókn um nám

 
Námsbrautin er þverfræðileg og hentar öllum þeim sem lokið hafa BS- eða BA- prófi - eða sambærilegu háskólaprófi með fyrstu einkunn, sjá inntökuskilyrði
 
Meistaranemendur þurfa að velja sér leiðbeinanda í meistaraprófsritgerð úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands í samráði við umsjónarkennara námsins. Heimadeild leiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi mun brautskrást frá að námi loknu. 
 

Kjörsvið

Nemendur velja eitt af fimm kjörsviðum þegar sótt er um nám.  Sjá nánar í kennsluskrá.
 • Umhverfis- og auðlindafræði
 • Sjálfbær orku- og iðnaðarkerfi
 • Umhverfisvísindi og stjórnun umhverfismála
 • Stjórnun náttúruauðlinda
 • Endurnýjanleg orka – orkuhagfræði, orkustefnumótun og sjálfbærni

Námskeið

Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræðum er samsett af kjarnanámskeiðum, bundnum valnámskeiðum, valnámskeiðum og rannsóknarverkefni. Nemendur geta valið um hvort þeir taka 30 eða 60 ECTS eininga rannsóknarverkefni, en miðað er við að tvær ECTS einingar séu jafngildi einnar vinnuviku. Í heild ljúka því nemendur námskeiðum sem samsvara 60 til 90 ECTS einingum, en heildarfjöldi eininga sem bundnar eru við námskeið fer eftir stærð rannsókarverkefnis. Í kennsluskrá má sjá yfirlit yfir flest þau námskeið sem nemendur geta valið úr.
 
Allir nemendur taka eftirfarandi tvö skyldunámskeið og eitt námskeið í bundnu vali:
 • Inngangsnámskeið fyrir UAU-nema 1 ECTS, kennt í upphafi haustmisseris í síðustu viku ágúst.
 • Vísindamiðlun og ritgerðaskrif 2 ECTS, tekið á seinna námsári, annað hvort á haustmisseri eða vormisseri.
 • Eitt aðferðafræðinámskeið í bundnu vali (5-10 ECTS). Nemendur velja viðeigandi aðferðafræðinámskeið í samráði við kennara námsbrautarinnar og leiðbeinanda. 

Nemendur á kjörsviðunum Umhverfis- og auðlindafræði, Sjálfbær orku- og iðnaðarkerfi, Umhverfisvísindi og stjórnun umhverfismála og Stjórnun náttúruauðlinda taka eftirfarandi námskeið:

 • Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði 6 ECTS
 • Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda 6 ECTS
 • Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála 6 ECTS
Þeir sem ekki hafa tekið námskeið á háskólastigi í vistfræði eða siðfræði náttúrunnar þurfa einnig að taka  eftirfarandi námskeið:
 • Vistfræði B 6 ECTS
 • Siðfræði náttúrunnar 6 ECTS
Markmið kjarnanámskeiðanna er að gefa öllum nemendum breiðan þekkingargrunn í umhverfis- og auðlindafræðum, færni í aðferðafræði og rökhugsun, sem og að koma skoðunum sínum og rannsóknum á framfæri. Hugsanlegt er að nemandi geti sleppt kjarnanámskeiðum vegna fyrra náms síns. Er þá einungis um að ræða námskeiðin Vistfræði B og Siðfræði náttúrunnar. Sækja þarf sérstaklega um undanþágu með því að senda póst á umhverfi@hi.is.
 
Nemendur á kjörsviðinu Endurnýjanleg orka – orkuhagfræði, orkustefnumótun og sjálfbærni taka eftirfarandi námskeið:
 • Endurnýjanleg orka: inngangur 6 ECTS
 • Orkuhagfræði, stefnumótun og sjálfbærni  10 ECTS 
 • Þverfaglegt hópverkefni um endurnýjanlega orku 4 ECTS
 • Orkuvalkostir framtíðar 6 ECTS
 • Vistferilsgreining 6 ECTS 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is