Háskóli Íslands

Meistaranám

Skipulag náms

Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er 2 ára, 120 ECTS eininga, rannsóknatengt nám sem felur í sér þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og rannsóknum. Námið er samsett úr margvíslegum kjarna- og valnámskeiðum auk rannsóknarverkefnis. Nemendur fá því yfirgripsmikla þverfræðilega þekkingu, þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og rannsóknum. Þeir fá auk þess þjálfun í að kryfja vandamál, rökræða og koma máli sínu og gagnrýni á framfæri.

Námsbrautin er þverfræðileg og hentar öllum þeim sem lokið hafa BS- eða BA- prófi - eða sambærilegu háskólaprófi. Við skipulagningu námsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi bakgrunn í einu af eftirtöldum sviðum: Verkfræði, raunvísindum, félagsvísindum, lögfræði, hugvísindum, menntavísindum, heilbrigðisvísindum eða hagfræði/viðskiptafræði. Nemendur með annan bakgrunn geta einnig sótt um. Í náminu þurfa nemendur að bæta við sig þekkingu á a.m.k. tveimur sviðum til viðbótar í samráði við umsjónarmann námsins og aðalleiðbeinenda.

Námskeið

Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræðum er samsett af kjarnanámskeiðum, valnámskeiðum og rannsóknarverkefni. Nemendur geta valið um hvort þeir taka 30 eða 60 ECTS eininga rannsóknarverkefni, en miðað er við að tvær ECTS einingar séu jafngildi einnar vinnuviku. Í heild ljúka því nemendur námskeiðum sem samsvara 60 til 90 ECTS einingum, en heildarfjöldi eininga sem bundnar eru við námskeið fer eftir stærð rannsókarverkefnis. Í kennsluskrá má sjá yfirlit yfir flest þau námskeið sem nemendur geta valið úr.

Allir nemendur taka eftirfarandi þrjú skyldunámskeið:

Þeir sem ekki hafa tekið námskeið á háskólastigi í vistfræði eða siðfræði náttúrunnar þurfa einnig að taka námskeiðin Vistfræði B og Siðfræði náttúrunnar, og verða þá kjarnanámskeiðin 5 talsins.

Markmið kjarnanámskeiðanna er að gefa öllum nemendum breiðan þekkingargrunn í umhverfis- og auðlindafræðum, færni í aðferðafræði og rökhugsun, sem og að koma skoðunum sínum og rannsóknum á framfæri.

Hvert námskeið í kjarna gefur 6 ECTS einingar. Gera má ráð fyrir að kjarnanámskeið uppfylli því um 24-30 ECTS einingar fyrir flesta nemendur, eftir því hvort þeir hafa lokið námskeiðunum Siðfræði náttúrunnar eða Vistfræði B í grunnnámi sínu, eða námskeiðum sem samsvara þeim nægilega mikið að mati námsstjórnar.

Framvinda náms - sjá einnig um tímaramma náms

Nemendur ljúka á fyrsta ári kjarnanámskeiðum sem gefa breiðan þekkingargrunn í umhverfis- og auðlindafræði. Samhliða og í framhaldinu byggja nemendur á þeim grunni og taka valnámskeið á mismunandi fræðasviðum, sem þó miða að því að skapa sérþekkingu á ákveðnu sviði umhverfis- og auðlindafræða. Með rannsóknarverkefninu gefst tækifæri til að kafa djúpt í tiltekið valið verkefni og öðlast góða reynslu af rannsóknavinnu.

Á fyrsta misseri ljúka nemendur flestum þeim skyldunámskeiðum sem skilgreind eru sem kjarni námsins. Þá strax fara þeir að huga að rannsóknaverkefni og velja sér leiðbeinenda. Í lok annars misseris þarf nemandi að hafa fundið sér aðalleiðbeinenda með hjálp umsjónarmanns námsins. Aðalleiðbeinandi getur komið frá einhverri aðildardeild námsins. Nemandi útskrifast loks með MA- eða MS-próf í umhverfis- og auðlindafræðum frá þeirri skor og deild sem aðalleiðbeinandi starfar við.

Miðað er við að nemandi ljúki náminu á 4 önnum (tveimur árum). Nokkuð er um að nemendur kjósi að vinna með námi og taki það á 5 eða 6 önnum. Dragist nám umfram 6 annir þarf nemandi að sækja um framlengingu námstíma umfram 6 annir til námsstjórnar. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is