Háskóli Íslands

Lög og reglur

 

Mat námskeiða úr grunnnámi umsækjenda

Í sumum tilvikum hafa nemendur nú þegar tekið valnámskeið í kennsluskrá umhverfis- og auðlindafræða í sínu grunnnámi, t.d. námskeið í landfræðilegum upplýsingakerfum. Hyggist nemendur nýta viðkomandi einingar í meistaranámi sínu þurfa ýmis skilyrði að vera fyrir hendi. Þau eru sem hér segir:

  • Taka þarf viðkomandi námskeið út af ferli nemanda í grunnnámi fyrir brautskráningu úr grunnnámi. Nemandi þarf sjálfur að leggja inn beiðni þess efnis til nemendaskrár í tæka tíð.
  • Nemandi þarf ennfremur að brautskrást með nægilega margar umfram einingar til að mögulegt sé að brautskrást, þrátt fyrir að námskeið séu tekin út af ferli.
  • Viðkomandi námskeið má ekki vera skyldunámskeið í grunnnámi, því skyldunámskeið má ekki láta taka út af ferli.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is