Háskóli Íslands

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði - meistaranám

Námsstjórnin fjallar um hverja umsókn. Við mat á umsóknum er litið heildstætt á alla þætti umsóknar.

Krafa um fyrstu einkunn úr grunnnámi veitir ekki sjálfkrafa rétt til að hefja nám í Umhverfis- og auðlindafræði, heldur skal einnig litið til meðmæla og greinargerðar. Vegna fjölda umsókna getur reynst nauðsynlegt að synja hæfum umsækjendum. 

  1. Umsækjendur þurfa að hafa lokið BS-, BA- eða B.ed.- prófi eða öðru háskólanámi sem metið er jafngilt. Miðað við 1. einkunn (7,25) í grunnnámi.  
  2. Umsækjendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að sýna fram á góða þekkingu á enskri tungu. Íslenskir umsækjendur þurfa einnig að sýna fram á trausta undirstöðu í ensku með því að skila greinargerð á ensku.
  3. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1-2 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, bakgrunn sinn og þekkingu á þessum málaflokki, markmið með náminu og framtíðaráform, og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð. Greinargerðir frá öllum nemendum, íslenskum sem erlendum, skulu vera á ensku.
  4. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2-3 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn.

Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði vegna meistaranáms í umhverfis- og auðlindafræðum veitir verkefnastjóri námsins, Bjargey Anna Guðbrandsdóttir, umhverfi@hi.is

Inntökuskilyrði - doktorsnám

Umsækjendur þurfa að hafa lokið MS- eða MA prófi í umhverfis- og auðlindafræðum með 1. einkunn frá Háskóla Íslands, eða samsvarandi próf frá öðrum háskóla. Ef undirbúningur doktorsnemans er ekki jafngildur þeim undirbúningi sem meistarapróf á sérsviðinu á að tryggja, skal gera kröfur um frekara nám eftir því sem ástæða þykir til.

Námsstjórnin fjallar um hverja umsókn.

Reglur um meistara- og doktorsnám í umhverfis- og auðlindafræðum

Almenn inntökuskilyrði í Háskóla Íslands 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is