Háskóli Íslands

Tóngreinir til tónbilaæfinga

Mynd af hópnum sem stendur að verkefninu þegar þeir tóku á móti verðlaununum

Verkefnið „Tóngreinir til tónbilaæfinga á smátækjum” (e. „Musical tone recognition system for interval tone training on mobile devices“) hlaut önnur verðlaun í samkeppninni um Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2012.

Að baki verkefninu standa Hilmar Þór Birgisson, meistaranemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, Helgi Þorbergsson, dósent í rafmagns- og tölvuverkfræði, Magnús Örn Úlfarsson, lektor í rafmagns- og tölvuverkfræði, og Sveinn Ólafsson, vísindamaður við Raunvísindastofnun. Um er að ræða kerfi sem þegar hefur verið hannað fyrir farsíma og spjaldtölvur og er bæði ætlað til menntunar og tómstunda. Það greinir tóna í rauntíma og umbreytir þeim í frambærilega nótnaskrift. Kerfið getur því aðstoðað byrjendur við að læra og greina tónbil og lesa nótnaskrift. Áætlað er að vara byggð á þessu kerfi komi á markað sumarið 2013.

Í umsögn dómnefndar segir að hugmyndin sé frumleg og dæmi um hagnýtingu þar sem saman fari vel útfærð viðskiptahugmynd og rannsóknir innan háskólans.
 

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is