Háskóli Íslands

Nám

Stjórnmálafræðideild býður upp á fjölbreytta námsmöguleika í grunn- og framhaldsnámi. Kennarar og nemendur deildarinnar kappkosta við að búa til skemmtilegt fræðasamfélag sem stenst að fullu kröfur 21. aldarinnar.

Hvað viltu verða?

Nám í Stjórnmálafræðideild  veitir útskrifuðum nemendum ótal möguleika á að velja sér starf að námi loknu. Stjórnmálafræðingar hafa haslað sér völl víðs vegar í atvinnulífinu á undanförnum árum og fyrir utan kennslu og rannsóknir vinna stjórnmálafræðingar einkum við eftirfarandi störf:

 • Fjölmiðla- og upplýsingastörf
 • Hjá ráðgjafarfyrirtækjum
 • Við alþjóðasamskipti og hjá alþjóðastofnunum
 • Í utanríkisþjónustunni og öðrum ráðuneytum
 • Stjórnsýslustörf, bæði hjá opinberum aðilum og hjá einkafyrirtækjum

Fjöldi stjórnmálafræðinga hefur einnig kosið að fara í framhaldsnám að loknu BA-prófi og nám í stjórnmálafræði opnar möguleika á fjölbreyttu framhaldsnámi hér á landi sem og erlendis. Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands býður upp á:

 • MA-nám í alþjóðasamskiptum
 • MA-nám í blaða- og fréttamennsku
 • MA-nám í fjölmiðla- og boðskiptafræði
 • MA-nám í kynjafræði
 • MPA-nám í opinberri stjórnsýslu
 • MA-nám í vestnorrænum fræðum
 • Einstaklingsbundið MA-nám í stjórnmálafræði

Fjöldi stjórnmálafræðinga hefur lokið framhaldsnámi á undanförnum árum, m.a. í:

 • Alþjóðastjórnmálum
 • Opinberri stjórnsýslu
 • Opinberri stefnumótun
 • Evrópufræðum
 • Stjórnmálahagfræði
 • Stjórnmálakenningum
 • Stjórnmálum Mið- og Suður-Ameríku

 

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is