Háskóli Íslands

Fyrir nemendur

Hver stúdent ber ábyrgð a námi sínu

  • Í kennsluskrá Háskóla Íslands er m.a. að finna allar upplýsingar um námsframboð í Stjórnmálafræðideild og aðrar hagnýtar upplýsingar er varða nám við HÍ. Í kennslualmanaki er að finna lykildagsetningar er snerta nám við HÍ.
  • Kennsluskráin hefur að geyma upplýsingar um námsskipulag hverrar námsleiðar. Mikilvægt er að stúdentar fylgi því skipulagi sem skráð er í kennsluskrá þess árs sem þeir skrá sig til náms, þar sem námsskipulag getur breyst milli ára.
  • Hver námsleið hefur sína eigin stundatöflu. Ef nemendur taka námskeið í annarri deild eru upplýsingar um þau námskeið á stundatöflu viðkomandi deildar. Þá er nauðsynlegt að kynna sér bókalista í upphafi hvers misseris.
  • Lokaeinkunnir í námskeiðum eru birtar í lok hvers misseris á Uglunni.
  • Allir nemendur eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um ritgerðir, heimildavinnu, aðferðafræði o.s.frv. Nemendur sem eru skráðir í lokaverkefni ættu að kynna sér sérstaklega vel reglur um lokaverkefni og sniðmát.

Náms- og starfsráðgjöf

Nemendur eru hvattir til að nýta sér þjónustu Náms- og starfsráðgjafar sem staðsett er á Háskólatorgi, 3. hæð. Boðið er upp á opna viðtalstíma kl. 13:00-15:30 mánudaga til fimmtudaga og kl. 10:00-12:00 á föstudögum. Nemendur geta einnig pantað tíma hjá náms- og starfsráðgjafa í síma 525-4315.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is