Háskóli Íslands

Brautskráning

Stærsta hátíð háskólasamfélagsins er Háskólahátíð og brautskráning. Undanfarin ár hefur Háskóli Íslands brautskráð stúdenta þrisvar á ári, í júní, í október og í febrúar. Nú hefur sú breyting verið gerð að haldin er brautskráningarathöfn í HÍ tvisvar á ári, í júní og í febrúar. Nemendur sem ljúka námi í október fá afhend brautskráningarskírteini í október, en er boðið að vera viðstaddir brautskráningarathöfn í febrúar.

  • Skiladagur allra lokaverkefna vegna brautskráningar í júní 2017 er 9.maí.

Diplómanemar

Nemendur í diplómanámi sem hyggja á brautskráningu verða að fylla út eyðublað sem staðfestir brautskráningu þeirra. Nauðsynlegt er að skila þessu eyðublaði, annars er litið svo á að nemandi ætli ekki að brautskrást. 
 
Nemendur sem útskrifast með diplómapróf eru ekki viðstaddir brautskráningarathöfn. Afhending brautskráningarskírteinis fer fram á Þjónustuborðinu í Gimli frá og með mánudegi eftir brautskráningarhelgi. 

BA-, MA- og MPA-nemar

Nemandi sem hyggst útskrifast með BA/MA/MPA-próf frá Stjórnmálafræðideild skal skila inn eftirfarandi gögnum:

  • Tveimur eintökum (þremur ef leiðbeinendur eru tveir) af lokaverkefni sínu í prentuðu formi á Þjónustuborðið í Gimli.
  • Rafrænu eintaki í Skemmuna. Samtímis skal nemandi skila í Skemmuna rafrænni yfirlýsingu um meðferð verkefnisins.
  • Staðfestingu á rafrænum skilum sem nemendur fá senda í tölvupósti frá Skemmunni. Athugið að nemendur fá tvo tölvupósta frá Skemmu og skila skal seinni tölvupóstinum þar sem skil stafræns eintaks eru yfirfarin og samþykkt. 
  • Staðfestingu á brautskráningu
  • Turnitin skýrslu: Allir nemendur skila með lokaritgerð útprentuðu eintaki af kvittun fyrir skilum ritgerðar í Turnitin (Digital Receipt) til deildarskrifstofu og rafrænu eintaki Turnitin skýrslu (originality report) til leiðbeinanda. Það getur tekið 24 tíma áður en nýtt „originality report“ birtist fyrir skjalið.
    Leiðbeiningar fyrir Turnitin

Staðfestingum á skilum í Skemmu og Turnitin má senda rafrænt á stjornmal@hi.is,eða skila með lokaverkefni á þjónustuborðið í Gimli.


 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is