Skip to main content

Hér má lesa um markmiðin sem við settum okkur 2019-2020

Markmið

Aðgerðir

Ábyrgir

Tímarammi/hvenær Var markmiði náð?

1. Fræðsla. Að Háskólasamfélagið sé upplýst um Grænfánaverkefnið og loftslagskrísuna.

a. Loftslagsyfirlýsing SHÍ- yfirlýsing um neyðarástand.

b. Aukið vægi umhverfismála á vef- og samfélagsmiðlum Hí. Minnst 12 x yfir árið (t.d. viskumolar Uglunnar, facebookpóstar, instagram o.s.frv.)

c. Skjáhvílur nýttar til að koma á sjálfbærniumræðu í öllum tímum.

a. SHÍ

b. Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ

c. Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ og verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála.

a. Loftslagsyfirlýsing SHÍ er þegar komin út. 

b. Þegar komið en mun bætast í á Grænum dögum. 

c. Skjáhvílur komnar í gagnið um allan HÍ. 

d. Að auki má nefna viðveru á Háskólatorgi og í Stakkahlíð þar sem hægt var að fræðast um Grænfánaverkefnið og loftslagsgöngu háskólasamfélagsins febrúar 2020. 

2. Loftslagsvænni matur. Meira grænkerafæði og minni matarsóun.

a. Það á að vera auðvelt að vera vegan í HÍ. Samtal og samráð hafið við FS.

b. Hvatning til FS frá nefnd um að draga úr matarsóun.Leggjum til að matur frá deginum áður sé seldur með afslætti (ekki í okkar höndum en við getum hvatt þau til þess).

a. FS, Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ og verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála. 

b. Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ og verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála. 

a. Úrvalið orðið margfalt betra en var.

b. Minni skammtar sallats þegar komnir. Einnig komnir límmiðar sem settir eru á mat sem er við það að renna út sem veitir þá afslátt. 

3. Mótvægisaðgerðir. Táknrænar aðgerðir  sem hafa þó vissulega einhver jákvæð áhrif.  

a. Fataskiptimarkaður. 

b. Annar skiptimarkaður.

c. Dagur tileinkaður votlendi og skógrækt.  Samstarf við Reykjavíkurborg um votlendið og garðyrkjudeild HÍ.

a. Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ í samstarfi við Landvernd og fl.

b. Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ

c. Verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála, SHÍ og Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ

a. Þegar er búið að halda fataskiptimarkað.

b. Verður haldin á Grænum dögum mars 2020. 

c. Þegar er búið að halda loftslagsdag HÍ sem tileinkaður var votlendi og skógrækt.

4. Samgöngur. Meira af hjólreiðum að svæðinu og samdráttur í flugi 

a. Bæta stíga og aðgengi hjólreiðamanna (með fókus á stíga við Öskju).

b. Stuðningur SHÍ við framtak starfsmanna sem hefur það markmið að draga úr flugi.

a. Garðyrkjudeild HÍ og verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála.

b. SHÍ og Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ

a. Aðgengi hjólreiðarmanna að HÍ og þá sérstaklega Öskju hefur batnað. Má þar nefna  bætur á stíg við Vísindagarða, auka tengingu milli Njarðargötu yfir á malbikaða stíginn við Öskju, vinnu í að bæta lýsingu á þessum stígum og uppsetningu á fleiri hjólabogum í stað gjarðarbana.

b. SHÍ hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að draga úr flugi starfsmanna, meðal annars með því að deila ákvörðunartréi fyrir flug á sínum miðlum og með því að setja þrýsting á yfirvöld HÍ um þessi mál í gegnum aðgerðaráætlun sem var samþykkt í Stúdentaráði 24. febrúar 2020. Auk þess hefur verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála hvatt til þess að flugmálin verði skoðuð með loftslagsbreytingar í huga af yfirstjórn, og stendur sú vinna yfir hjá forseta félagsvísindasviðs og aðstoðarrektor vísinda.