Háskóli Íslands

Móttaka nýnema

Kæri nýnemi, velkominn í Sálfræðideild Háskóla Íslands

Kynningarfundur

Við upphaf skólaársins eru nýnemar boðnir velkomnir á sérstökum kynningarfundi deildarinnar þar sem veittar eru helstu upplýsingar um námið og fyrstu skrefin í Háskólanum.

Kynningarfundur fyrir nýnema á haustmisseri 2016 verður haldinn miðvikudaginn 31. ágúst kl. 16:00 í stofu HT-105 á Háskólatorg

Sjá bréf til nýnema haustið 2016. 

Nýnemadagar

Á haustin eru haldnir nýnemadagar í Háskóla Íslands. Þá fara fram kynningar á þeirri þjónustu sem veitt er í Háskólanum og margir skemmtilegir viðburðir eiga sér stað. Dagskráin fer að mestu fram á Háskólatorgi. Sjá nánari upplýsingar um nýnemadaga.

Gagnlegar upplýsingar

Nýnemar eru hvattir til þess að nýta sér heimasíðu Háskóla Íslands til þess að afla sér upplýsinga. Almennt veitir kaflinn Fyrir nemendur á vef deildarinnar góðar upplýsingar fyrir nýnema.

Hér eru einnig nokkrir mikilvægir tenglar fyrir nemendur:

Við hlökkum til að sjá þig við nám í Sálfræðideild.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is