Háskóli Íslands

Fyrir nemendur

Kennsluskrá HÍ er leiðarljós nemenda á meðan á námi stendur og þýðingarmikið að nemendur kynni sér innihald hennar vel. Í kennsluskrá er m.a. að finna ítarlegar upplýsingar um námsleiðir og námskeið. Lykilupplýsingar um skólaárið, skráningu, próf og fleira. Kennsluskrá er gefin út árlega. Við val á námskeiðum fylgir nemandi að öðru jöfnu þeirri kennsluskrá sem í gildi var við innritun hans, út námstímann.

Náms- og starfsráðgjöf HÍ veitir ráðgjöf um vinnubrögð í háskólanámi, veitir persónulega og sálfræðilega ráðgjöf og heldur fjölda gagnlegra námskeiða fyrir nemendur, t.d. um námstækni, prófaundirbúning, markmiðssetningu og tímastjórnun.

Bólusetningar nemenda

Mikilvægt er að nemendur Heilbrigðisvísindasviðs í klínísku námi á Landspítala séu vel upplýstir um áhættuþætti í vinnuumhverfi á sjúkrahúsum og viðeigandi forvarnir byggðar á verklagsreglum spítalans.

Hér til hliðar má svo sjá ýmsar upplýsingar sem er beint til nemenda Sálfræðideildar, s.s. upplýsingar um námið, félagslíf, stundatöflur og fleira.

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is