Háskóli Íslands

Algengar spurningar

Svör við ýmsum algengum spurningum er einnig að finna á vef HÍ undir liðnum Spurt og svarað.

 

Skráning í námskeið

Hvað er árleg skráning?

Árleg skráning er skráning í námskeið næsta skólaárs og fer fram í Uglu. Með því að sinna henni staðfesta nemendur að þeir hyggist stunda nám næsta skólaár. Upplýsingar um hvernær árleg skráning stendur yfir má nálgast í kennslualmanaki sviðsins.

 

Get ég breytt námskeiðaskráningu?

Opnað er fyrir endurskoðun námskeiðaskráninga í Uglunni á hverju misseri. Fyrir haustmisseri er opnað í ágúst og  í desember fyrir vormisseri. Upplýsingar um dagsetningar á lokafresti til skráninga í og úr námskeiðum er í kennslualmanaki.

 

Hvað á ég að gera ef ég get ekki skráð mig í námskeið á Uglunni vegna tvífalls?

Í reglum Háskóla Íslands segir að nemendur geti tekið hvert námskeið tvisvar sinnum. Falli nemandi tvisvar í sama námskeiðinu lokast fyrir skráningu hans í Uglu. Hann þarf þá að hafa samband við verkefnastjóra deildarinnar til að skrá sig í námskeið.

 

Hvað get ég skráð mig í mörg námskeið/margar einingar á misseri?

Nemendur geta skráð sig í að hámarki 40 einingar á misseri (fullt nám er 30 einingar). Óski nemandi eftir undanþágu hefur hann samband við verkefnastjóra deildar.

 

Lokaverkefni og brautskráning

 

Þarf ég að skrá mig í brautskráningu?

Já, þú fyllir út rafrænt eyðublað til að staðfesta brautskráningu.

 

Hvernig finn ég leiðbeinanda fyrir lokaverkefni?

Leiðbeinandi á að vera fastur kennari í viðkomandi námsgrein. Nemandi hefur sjálfur samband við kennara. Hafi nemandinn ekki ákveðinn kennara eða verkefni í huga getur hann leitað við námsbrautarfornmanns.

 

Hvað á ritgerðin að vera löng?

BA-ritgerð til 10 eininga skal vera um 8.000-10.000 orð (um 20-30 bls. miðað við að um 400 orð séu að jafnaði á síðu). Meistararitgerð til 30 eininga skal vera 20.000-30.000 orð.

 

Hvaða reglur gilda um lokaverkefni?

Reglur um BA-ritgerðir má finna á heimsíðu deildarinnar og reglur um MA-ritgerðir eru í sameiginlegum reglum um framhaldsnám í deildinni, 8. kafla.

 

Hvernig er lokaverkefnum skilað?

Nemandinn byrjar á því að skila rafrænu eintaki af ritgerðinni í Skemmuna. Þá fær hann sjálfvirkt svar í tölvupósti sem staðfestir skilin. Hann prentar það út og kemur með á skrifstofu Hugvísindasviðs (3. hæð í Aðalbyggingu) ásamt tveimur eintökum af ritgerðinni og yfirlýsingu um meðferð lokaverkefnisins.

 

 

Ýmsar spurningar

 

Er hægt að stunda nám með vinnu?

Námskeið deildarinnar eru kennd á dagvinnutíma, en leitast er við að haga námi í Hagnýttri siðfræði og Gagnrýnni hugsun og siðfræði þannig að hægt sé að taka það með vinnu.

Fullt háskólanám miðast við 30 einingar á önn, eða 60 einingar yfir námsárið. Fullt nám er sannarlega meira en full vinna og eru nemendur hvattir til að sinna námi sínu af kappi. Nemendur eru þó ekki skyldir til að taka námið á fullum hraða og geta, kjósa þeir svo, tekið færri en 30 einingar á önn.

 

Er hægt að taka námskeið í fjarnámi?

Ekki er boðið upp á skilgreint fjarnám við deildina. Nemendur geta þó í sumum tilfellum tekið einstök námskeið í fjarnámi þótt þau séu ekki auglýst sem slík, en það er þá alltaf í samráði við viðkomandi kennara.

Nánar um fjarnám í HÍ.

 

Er skylda að sækja tíma?
Meginreglan er sú að tímasókn sé frjáls. Þó er oft gerð krafa um tímasókn í námskeiðum þar sem kennslan byggist að hluta á framlagi nemenda, s.s. umræðu- og verkefnatímum. Upplýsingar um slíkt er að finna í kennsluskrá.

 

Hvert sný ég mér með fyrirspurnir um inntökuskilyrði, mat á námi, námsskipan o.þ.h.?
Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar til að fá nánari upplýsingar. Sjá upplýsingar um starfsfólk Hugvísindasviðs.

 

Hvert sný ég mér með fyrirspurnir um skiptinám?
Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um skiptinám. Sjá upplýsingar um starfsfólk Hugvísindasviðs.

 

Hvert sný ég mér með fyrirspurnir um framhaldsnám? Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar til að fá nánari upplýsingar. Sjá upplýsingar um starfsfólk Hugvísindasviðs.

 

Hvert sný ég mér með fyrirspurnir um námsval, úrræði vegna fötlunar og sérþarfa o.þ.h.?
Til Náms- og starfsráðgjafar Háskólans.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is