Háskóli Íslands

Um brautina

NordMaG samstarfið hófst árið 2008 á milli þriggja háskóla á Norðurlöndunum eftir að Norræna ráðherranefndin hafði styrkt undirbúning þess. Árið 2013 urðu breytingar á samstarfsskólunum og í stað Háskólans í Jyväskylä, Finnlandi, bættust háskólarnir í Gjövik í Noregi og í Jönköping í Svíþjóð í hóp samstarfsskóla verkefnisins.

Umsjónarmaður námsins við Félagsráðgjafardeild er dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir dósent. Sigurveig hefur sérhæft sig í rannsóknum á sviði öldrunarfræða og fjallaði doktorsrannsókn hennar til að mynda um það hvaða þjónustu eldra fólk sem býr á heimilum sínum þarf á að halda á Íslandi. Sigurveig er deildarforseti Félagsráðgjafardeildar á tímabilinu 2014-2016.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is