Háskóli Íslands

Norrænt meistaranám í öldrunarfræðum

Öldrunarfræði er þverfagleg grein sem miðar að því að kynna fyrir nemendum helstu þætti sem hafa áhrif á velferðarmál aldraðra, öldrunarþjónustu, stefnumótun, löggjöf og framkvæmd á sviðum félags- og heilbrigðisþjónustu.

Fjallað er um helstu málefni og ágreiningsefni tengd öldrun og öldruðum, s.s. afleiðingar öldrunar, þætti sem liggja til grundvallar öldrunarferlinu, vellíðan á efri árum, leiðir til að stuðla að heilbrigðri öldrun o.fl. Þá er lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum norræna öldrunarþjónustu og gera þá hæfari til að taka þátt í norrænu rannsóknasamstarfi.

Nám og markmið
Samnorrænt meistaranám í öldrunarfræðum (NordMaG) er 120 eininga þverfaglegt nám sem fer fram í þremur löndum: í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi. Markmið með náminu er að dýpka þekkingu nemenda á málefnum aldraðra og kynna þeim svið öldrunarfræða, kenningar og vinnuaðferðir og gera þá hæfari til að vinna með öðrum starfsstéttum að velferðarmálum aldraðra.

Kennsla
Þverfræðilegt meistaranám í öldrunarfræðum, er skipulagt sameiginlega af Háskóla Íslands, háskólanum í Lundi í Svíþjóð, háskólanum í Jönköping í Svíþjóð og háskólanum í Gjövik í Noregi. Nemendur þurfa að taka a.m.k. 30 ECTS við einn af samstarfsskólunum.

Atvinnumöguleikar
Að loknu námi í öldrunarfræði hafa einstaklingar styrkt stöðu sína á vinnumarkaði með hagnýtu og fræðilegu námi á sviðum öldrunarfræða. Þeir sem leggja stund á öldrunarfræði koma úr ólíkum starfstéttum, m.a en ekki eingöngu:

  • Hjúkrunarfræðingar
  • Þroskaþjálfar
  • Sjúkraþjálfarar
  • Iðjuþjálfar
  • Félagsráðgjafar

Upplýsingar um inntökuskilyrði og viðbótargögn eru á vef deildarinnar

Sótt er um rafrænt á vef Háskóla Íslands

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is