Skip to main content
26. mars 2015

Háskóla Íslands með Vísindatorg á Höfn í Hornafirði

""

Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi standa fyrir öflugu og fjölbreyttu átaki með kynningu á þeim margvíslegu leiðum sem bjóðast í menntamálum. Háskóli Íslands tekur virkan þátt í þessu metnaðarfulla verkefni og slæst í för með svokallaðri Menntalest Suðurlands. 

Starfsfólk háskólans og nemendur heimsækja framhaldsskóla á Suðurlandi næstu vikurnar og setja upp svokallað Vísindatorg. Fyrsta torgið verður sett upp í Nýheimum á Höfn í Hornafirði föstudaginn 27. mars, en þar er Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu til húsa.

Í Nýheimum kynnast framhaldsskólanemar margs konar vísindum með lifandi og skemmtilegum hætti, gera tilraunir, óvæntar uppgötvanir, leysa ráðgátur og máta sig við ólíkar greinar.  

Dagskráin á Vísindatorginu:

Leikur að ljósi og hljóði, tilraunavísindi eðlisfræðinnar og óvæntar uppgötvanir.

Ertu efni í efnafræðing? Efnilegar blöndur leiða ýmislegt í ljós. Sprengju-Kata stjórnar. 

Forritun: Frábær áskorun - forritun er málið!

Hvað er að gerast undir fótunum á þér? Jarðvísindin eru heillandi fag.

Horfðu til himins! Sólmyrkvar, árstíðir og fleira stjarnfræðilega skemmtilegt.

Viltu smíða kappakstursbíl? Flottir verkfræðinemar hjálpa þér. 

Vísindatorgið er opið föstudaginn 27. mars mili kl. 9 til 12 og eru allir hjartanlega velkomnir að líta í heimsókn. 

Næstu heimsóknir:

Vestmannaeyjar 10. apríl

Laugarvatn 15. apríl

Selfoss 16. apríl

Á Vísindatorgi, sem er hluti af Menntalest Suðurlands, kynnast framhaldsskólanemar margs konar vísindum með lifandi og skemmtilegum hætti, gera tilraunir, óvæntar uppgötvanir, leysa ráðgátur og máta sig við ólíkar greinar.
Á Vísindatorgi, sem er hluti af Menntalest Suðurlands, kynnast framhaldsskólanemar margs konar vísindum með lifandi og skemmtilegum hætti, gera tilraunir, óvæntar uppgötvanir, leysa ráðgátur og máta sig við ólíkar greinar.