Skip to main content

Doktorsnám

Doktorsnám er rannsóknatengt nám sem tekur að jafnaði þrjú til sex ár og lýkur með Ph.D.-gráðu. Doktorsnám á Menntavísindasviði er þvert á deildir.

Í boði eru tvær námsleiðir:

Markmið doktorsnáms við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er að efla hæfni kandídata til að stunda sjálfstæðar vísindalegar rannsóknir og fræðastörf. Jafnframt hefur doktorsnám á sviðinu þann tilgang að efla íslenskar rannsóknir á sviði umönnunar, þjálfunar, uppeldis-, tómstundastarfs og menntunar.

Doktorsráð hefur það hlutverk að þróa doktorsnámið og tryggja að það standist alþjóðlegar kröfur. Ráðið hefur eftirlit með náminu, og í samstarfi við deildir umsjón með því, námskeiðahaldi og þeirri stjórnsýslu sem námið krefst. 

Umsóknarfrestur um doktorsnám er 15. apríl ár hvert.